hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Fréttir
23.8.2016 Árni Birgisson

Heimaleikur á fimmtudaginn 25. agúst

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu tekur á móti Ægi frá Þorlákshöfn. ÍR eru í efsta sæti í 2. deild á meðan Ægir situr í 11 sæti og er að berjst fyrir tilveru sinni í 2 deildinni. Því má búast við hörkuleik á fimmtudaginn. Atlantsolía ætlar að gefa pylsur fyrir leikinn sem hefst kl 18.00 og verða þeir frá Atlantsolíu mætt á staðinn kl 17.30.
Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja við bakið á okkar strákum.

Seinna um kvöldið mætast siðan liðin í 2 og 3 sæti, Afturelding og Grótta 

ÁFRAM ÍR

21.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Bikarkeppni 15 ára og yngri, lið ÍR í 2. sæti 1 1/2 stigi á eftir HSK

Keppni er nú lokið í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fór á Laugardalsvelli í dag, 21. ágúst. Lið ÍR A hafnaðir í 2. sæti 1 1/2 stigi á eftir HSK A eftir harða og jafna keppni. ÍR A hlaut alls 184 stig á móti 185,5 stigum HSK A. Piltalið ÍR A sigraði lið HSK A með 2 stiga mun en stúlknalið HSK A sigraði stigakeppnina með 92,5 stig en lið ÍR A hlaut 89 stig. Bæði liðin hlutu jafn marga bikarmeistaratitla eða 4 talsins. Lið UFA/UMSE varð í 3. sæti með 161 stig og 5 bikarmeistaratitla.

Bikarmeistarar úr röðum ÍR-inga voru:

Ingvar Freyr Snorrason sem sigraði með yfirburðum í kringlukasti með 36.51m. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem sigraði í 100m og 80m grindahlaupi. Í 100 m setti Guðbjörg Jóna mótsmet auk þess að bæta sinn besta árangur þegar hún hljóp á 12.33 sek í löglegum vindi. Í grindahlaupinu setti hún mótsmet 12.54 sek einnig í löglegum vindi. Ingibjörg Sigurðardóttir sigraði í 400m á 61.91 sek en það var gaman að sjá hversu margar stúlkur voru að bæta sinn besta árangur í 400m. 

Næst á dagskrá hjá þessum aldurshópi er meistaramót Íslands 15-22 ára sem haldið verður helgina 26. - 27. ágúst í Hafnarfirði, þangað mun lið ÍR mæta og ljúka keppnistímabilinu með glans. 

21.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

NM-Baltic í Espoo, Guðni Valur Guðnason ÍR, í fyrsta sæti í kringlukasti

Guðni Valur Guðnason ÍR varð í fyrsta sæti í kringlukasti á Norðurlanda-Baltic meistaramótinu í Espoo í Finnlandi í dag. Guðni kastaði 61.01 m og var með um 40 cm lengra kast en sá sem hafnaði í 2. sæti. Frábær árangur hjá Guðni Val sem er nýkominn heim frá RÍÓ.

Krister Blær Jónsson ÍR keppti í stangarstökki, stökk hæst 4.60m en hefði þurft að fara yfir 5.15m til að komast á verðlaunapall. 

20.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

ÍR ingar gera það gott í 33. Reykjavíkurmaraþoninu

33. Reykjavíkurmaraþonið fór fram í morgun og áttu ÍR glæsilega fulltrúa á palli í öllum þremur vegalengdum. Arnar Pétursson varð 2. í heilu maraþoni á tímanum 2:33.15 klst. Þetta er hans næstbesti tími en hann á best 2:31,23 klst síðan 2014. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni á tímanunum 1:10.04 klst sem er hans annars besti tími en hann á best 1:09,35 klst en Kári Steinn Karlsson varð 2. á 1:10,12 klst. Í 10 km urðu þær Andrea Kolbeinsdóttir og Fríða Rún Þórðardóttir í 2. og 3. sæti, Andrea á tímanum 38:28 mín sem er hennar þriðji besti tími en hún á best 37:38 mín síðan í fyrra en Fríða Rún á 38:43 mín sem er hennar 11. besti tími frá upphafi í 10 km götuhlaupi en hún á best 36:59 mín síðan árið 2000.

Til hamingju öll og einnig allir þeir ÍR-ingar og aðrir hlauparar sem hlupu í dag.

19.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Lið ÍR í frjálsum keppir í Bikarkeppni 15 ára og yngri á Laugardalsvelli

Linda, Guðbjörg, Þóra, Jóhanna, Helga og LivÍR sendir tvö lið til keppni í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fer á sunnudag á Laugardalsvelli. Tíu lið keppa í piltakeppninni en 11 í stúlknakeppninni. Lið ÍR varð bikarmeistari árið 2015 eftir óþarflega spennandi keppni þar sem sveit ÍR gerði ógilt í síðustu grein. Villa í stigaútreikningum varð svo til þess að í fyrstu virtist sem sigurinn hefði runnið ÍR úr greipum en það leiðréttist daginn eftir og ÍR stóð uppi sem sigurvegari í heildarkeppninni og stúlknaflokknum. ÍR mun freista þess að verja titilinn í ár og þyggur stuðning áhugasamra áhorfenda. Óskum liðinu góðs gengis á sunnudaginn. 

17.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir með nýtt Íslandsmet í 800m hlaupi í RÍÓ

Aníta Hinriksdóttir ÍR gerði sér lítið fyrir og hljóp á nýju Íslandsmeti í 800m hlaupi á Ólympíuleikunum í RÍÓ þegar hún hljóp á 2:00,14 mín. Hún átti sjálf gamla metið 2:00,49 mín síðan árið 2013. Aníta hljóp frábærlega í einum af sterkustu riðlunum 800m hlaupsins þar sem hún varð í 6. sæti, fystu 200m voru á 28 sek, 400m á 58 sek og 600m á 1:29 mín. Í riðlinum voru sett tvö landsmet, fjórar bættu sinn besta tíma og ein hljóp á ársbesta. Aníta komst ekki áfram síðasti tíminn sem fór inn var 2:00.00 mín, litlu munaði því ef Aníta hefði hlaupið á 1:59,99 mín í stað 2:00.14 mín hefði hún komist í undanúrslit. Aníta var með 20. besta tíma hinna 64 keppenda sem er hreint glæsilegur árangur. Það er ljóst að gæðin í þessum undanrásum 800m hlaupsins eru gríðarleg. Alls voru sett 3 landsmet, 9 bættu sinn besta árangur og 20 sinn ársbesta tíma. Innilega til hamingju Aníta og Gunnar Páll frábært að ná Íslandsmeti á svo stóru móti

16.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum í RÍÓ

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sínum fyrstu Ólympíuleikum,í RÍÓ á morgun miðvikudaginn 17. ágúst en keppni í 800m hlaupi hefst kl. 13:55. Aníta er þar í hópi með 63 öðrum stúlkum allstaðar að úr heiminum sem náð hafa langþráðu lágmarki á leikana. Alls verða ræstir 8 riðlar í 800m hlaupi kvenna og er Aníta í 4. riðli. Aðeins 2 fyrstu úr hverjum riðli og 8 bestu tímar komast áfram í undanúrslit sem hlaupin eru á fimmtudag en þá fækkar stúlkunum niður í 8. Í riðli með Anítu eru 4 sem eiga betri tíma í ár en eins og við höfum séð getur allt gerst í íþróttunum, ekki síst á Ólympíuleikum, og Aníta er mjög sterk og án efa tilbúin að sýna sitt allra besta á morgun.

Við höfum fylgst náið með Anítu á vegferð hennar undanfarin ár, sigrum og mótlæti sem síðan hefur leitt hana til RÍÓ og nú sendum við henni sterka straum sem aldrei fyrr. Gangi þér vel Aníta okkar.