hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Fréttir
23.9.2016 Kristín Birna Ólafsdóttir

Æfingar fara vel af stað

Nú eru æfingar farnar vel af stað hjá öllum flokkum innan frjálsíþróttadeildarinnar. Í byrjun september hófust æfingar fyrir yngri flokka og fyrir skömmu byrjuðu æfingar hjá meistaraflokki. Við fögnum því að hafa mikinn fjölda og fjölbreytileika í öllum hópum og erum stolt af þeim frábæra hópi þjálfara sem sjá um íþróttafólkið okkar. Það er góður andi í hópunum og mikill hugur í fólki gagnvart komandi æfinga-/og keppnistímabili. 

Fyrir áhugasama byrjaði meistraflokkur ÍR í frjálsum með snappchat undir heitinu "irfrjalsar" og hægt er að fylgjast með ýmsu skemmtilegu þar sem við kemur æfingum og daglegu lífi einstaklinganna í meistraflokki. Það er enginn annar en Ólympíufarinn okkar hann Guðni Valur sem sér um fyrstu vikuna á snappinu.

20.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Leitað að Usain Bolt í Breiðholti

Breiðholt verður sannarlega á iði í vikunni 19.-25. september. Hverfið er fulltrúi Íslands í verkefninuVika hreyfingar og íþrótta í Evrópu og af því tilefni munu 2 þúsund nemendur í 1.-7. bekk spretta úr spori á sínum hraða í íþróttatímum grunnskóla hverfisins. Samhliða spretthlaupinu verður tímataka í fullum gangi, enda hafa skipuleggjendur vikunnar lúmskan grun um að næsti Usain Bolt sé búsettur í Breiðholti. Allir hlauparar fá bol og verðlaunapening fyrir þátttökuna, en að auki mun hraðasti bekkurinn í hverjum árgangi fá afhentan bikar á lokahátíð í Íþróttahúsinu við Austurberg laugardaginn 24. september.

Usian Bolt

15.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Golfmót ÍR 2016

ir irGolfmót ÍR 2016 verður sunnudaginn 25. september. 
Rástímar verða 14.00-15.00 (fer aðeins eftir þátttöku).

Áhugasamir skulu GREIÐA mótgjaldið FYRIR 17. september.

Fjöldi er takmarkaður þannig þeir sem verða fyrstir til að greiða ganga fyrir. Mótinu verður lokað þegar ákveðnum fjölda er náð.

11.9.2016 johannagust

Elva Rós Hannesdóttir ÍR er Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2016 með forgjöf

Opna_RVK_mot_2016_m_forgj_Sibbi_og_ElvaNú í hádeginu lauk keppni á Opna Reykjavíkurmóti einstaklinga með forgjöf. Í undanúrslitum kvenna voru ÍR konur allsráðandi. Þar áttust fyrst við Guðný Gunnarsdóttir og Elva Rós annarsvegar og Sigrún G Guðmundsdóttir og Herdís Gunnarsdóttir hinsvegar. Elva sigraði Guðnýu og lék til úrslita við Sigrúnu sem hafði betur í sinni viðureign gegn Herdísi.

9.9.2016 Kristján Gylfi Guðmundsson

ÍR knattspyrnuhátíð um helgina

Við viljum minna á að það er ÍR helgi og knattspyrnuhátíð framundan.

Á morgun, laugardag spilar m.fl. kvenna gegn Grindavík kl. 14.00 á Hertz vellinum í umspili um að komast upp í Pepsi deild.

Á sunnudaginn er uppskeruhátíð BUR (Barna- og unglingaráðs) í Seljaskóla kl. 12:00.

Að henni lokinni er ætlunin að fara í skrúðgöngu niður á Hertz-völl og horfa á leik meistaraflokks karla við Magna í 20.umferð 2.deildar.

Hvítblá helgi framundan, Áfram ÍR!

8.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Körfubolti án landamæra

Karfa Mynd

ÍR-ingurinn Hákon Hjálmarsson hefur verið valin í 41 manna hóp sem tekur þátt í sameiginlegum körfuboltabúðum FIBA og NBA. Búðirnar bera nafnið „körfubolti án landamæra.“ þar sem ungir leikmenn frá öllum þjóðum koma saman.

4.9.2016 Árni Birgisson

ÍR upp í 1 deild í knattspyrnu - Til hamingju

Í gær fór fram fjórða síðasta umferð í 2 deild karla í knattspyrnu. Strákanir okkar þurftu að gera sér ferð til Húsavíkur og leika gegn Völsung sem hafa verið við miðja deild í allt sumar. Leikur ÍR og Völsungs hófst klukkustund fyrr en allir hinir leikirnir. Leikur ÍR og Völsungs fór 1-1 og var það enn og aftur markamaskínan Jón Gísli Ström sem skoraði fyrir ÍR-inga. Síðan kl 16.00 þegar öðrum leikjum lauk í 2 deild, var það ljóst að strákarnir okkar voru búnir að vinna deildina, en þetta varð ljóst eftir að Grótta og Afturelding misstigu sig bæði í sínum leikjum. 

Grótta fékk botnlið KF í heimsókn og fyrir fram bjuggust flestir við þægilegum sigri Gróttu. Lokatölur urðu 1-1 á Seltjarnarnesi. 

Það var svo ekkert mark skorað þegar Afturelding og Njarðvík mættust og því eru Grótta og Afturelding áfram með jafnmörg stig í baráttunni um 2. sætið. Af sökum þessa úrslita eru ÍR-ingar búnir að vinna sigur í deildinni og þeir geta því fagnað vel í kvöld. 

Frábær árangur stráknna okkar,

Innilega til hamingju allir ÍR-ingar og Breiðholt. Næst leikur verður á heimavelli gegn Magna sunnudaginn 11.09 kl 14.00 - ALLIR Á VÖLLIN.

4.9.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir varð 3ja í Hollandi

Aníta Hinriksdóttir varð í dag í þriðja sæti í 800 metra hlaupi í Hollandi í dag. Hún hljóp á tímanum 2:03,37 mínútum og var aðeins steinsnar frá öðru sætinum. Sigurvegari varð hin hollenska Sanne Verstegen sem hljóp á 2:01.73 mín og önnur varð Hamlimah Nakayi frá Úganda sem varð 28/100 á undan Anítu. Íslandsmet Anítu í greininni er 2:00,14 mínútur síðan á Ólympíuleikunum í Ríó.