jako

Keiluhöllin

Fréttir
4.5.2016

ÍR PLS Íslandsmeistarar karla í keilu 2016

Islandsmeistarar_karla_2016_1_saeti_IR-PLSÍ gærkvöldi fór fram síðasti úrslitaleikurinn hjá körlum á Íslandsmótinu í keilu. ÍR PLS var í ágætri stöðu fyrir umferðina með 17,5 stig gegn 10,5 KFR Lærlinga sem sóttu þó vel á í lok 2. umferðar. PLS strákar hófu leikinn í gær af krafti og lönduðu 3 – 1 sigri 615 pinnar gegn 593 í fyrsta leik og þurftu því aðeins 1 stig úr næstu tveim leikjum til að tryggja sér titilinn. Það tókst í öðrum leik en þar sigruðu þeir einnig 3 – 1, 672 pinnar gegn 649 og því titillinn þeirra.

Óskum ÍR PLS til hamingju með titilinn.

2.5.2016

Fyrsta umferðin í úrslitum Íslansmóts liða

ÍR PLS tók forystu í úrslitakeppni karlaÍ gærkvöldi fór fram fyrsta umferðin í úrslitum á Íslandsmóti liða 2016. Til úrslita keppa í kvennaflokki KFR Valkyrjur og ÍR Buff og í karlaflokki keppa ÍR PLS og KFR Lærlingar. Keppnin heldur svo áfram í kvöld og annað kvöld og þá verða krýndir Íslandsmeistarar í liðakeppni 2016.

Leikirnir i gær voru nokkuð spennandi karla megin en þar hafði á endanum ÍR PLS sigur samanlagt 9,5 stig gegn 4,5. Í fyrsta leik hafði Guðlaugur í KFR Lærlingum betur í viðureign sinni við Einar Má 232 gegn 231 og kom þar til að Guðlaugur náði að fella út í 10. ramma. Róbert og Bjarni í ÍR PLS lönduðu sigri í sínum viðureignum og náðu heildinni í 1. leik þannig að staðan eftir hann var 647 pinnar gegn 628 eða 3 stig gegn 1.

30.4.2016

Meistaramót ÍR í keilu 2016

Einar Már, Hlynur Örn og Ástrós sigurvegarar Meistaramóts ÍR 2016Meistaramót ÍR fór fram í morgun í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta einskonar lokamót og uppskeruhátið deildarinnar. Keppt er í karla-, kvenna- og forgjafarflokki og spiluð er ein þriggja leikja sería. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Hlynur Örn Ómarsson, Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson.

Eftir forkeppnina var Hlynur Örn með bestu seríuna eða 707. Alexander Halldórsson varð í 2. sæti með 683 seríu, í 3. sæti var Gunnar Þór Ásgeirsson en hann var „öldungurinn“ í úrslitum en hann er fæddur árið 1985 og í fjórða sæti varð Ágúst Ingi Stefánsson með 658 seríu. Óvænt að sjá svona unga keilara raða sér í efstu sætin en þetta segir bara að framtíðin er björt hjá keiludeild ÍR.

29.4.2016

AMF 3. umferð – Hver fer á AMF World Cup í Shanghai?

AMF_World_Cup_2016_Shanghai3. umferðin í AMF mótaröðinni 2015 – 2016 verður leikin í Egilshöll 5. til 8. maí. Tveir riðlar eru í boði fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00 (almennur frídagur) og laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Úrslit 3. umferðar fara svo fram eftir riðilinn á laugardag en þá keppa 10 efstu allir við alla Round Robin.

Sunnudaginn 8. maí kl. 09:00 fara svo fram heildarúrslit í AMF. Þá keppa 10 efstu eftir samanlagðar forkeppni í Round Robin og eftir það fjórir efstu í Step ladder fyrirkomulagi, einn leikur til að halda áfram.

Sem fyrr verða verðlaun fyrir 12 efstu með forgjöf eftir 3. umferð. Forgjöf er 80% mismun meðaltals 200. Konur fá ekki auka 8 pinna á leik með almennri forgjöf.

Verð í forkeppni er kr. 5.500,-

Olíuburður

27.4.2016

ÍR PLS í úrslit á Íslandsmóti liða í keilu

IR-PLSÍ gærkvöldi fóru fram seinni leikirnir í undanúrslitum Íslandsmóts liða í keilu. Á Skaganum áttust við ÍA W og ÍR PLS og áttu Skagamenn á brattann að sækja eftir 11-3 tap í gærkvöldi. PLS byrjuðu vel og unnu góðan 3-1 sigur í fyrsta leik sem var jafn á flestum tölum 569-534 og nú þurftu PLS menn einungis ½ stig til að tryggja sig í úrslitin. 2 leikurinn vannst stórt 651 gegn 756 eða 3-1 PLS mönnum í vil og öruggir í úrslitaleikinn þriðja leiknum í 6 ramma tóku við tæknilegir örðugleikar þannig að lokastaðan náðist ekki en PLS menn komnir í úrslit.

26.4.2016

Frá úrslitakeppni í keilu 2016

Deildarbikar 2014 IR-PLSÚrslitakeppnin í keilu er farin af stað. Í 1. deild kvenna er umspil um sæti þannig að það lið sem varð í næst neðsta sæti ÍR BK keppir við það lið sem varð í 2. sæti í 2. deild en það er lið ÍA. Spilaðir eru tveir leikir, heima og að heima. Þar sem ÍR BK var í 1. deil hófst leikurinn á þeirra heimavelli þ.e. í Egilshöll. Leikar fóru þannig að ÍR stúlkur unnu leikinn 9 - 5 og spiluðu samtals 1.470 gegn 1.420 eða 163,33 í meðaltal. Annaðkvöld fer svo síðari leikurinn fram upp á Skaga og hefst hann kl. 19:00

Hjá körlum var spilað í undanúrslitum 1. deildar. Þar áttust við....

20.4.2016

Meistaramót ÍR 2016

HaffiMeistaramót ÍR 2016 verður haldið laugardaginn 30. apríl kl. 09:00 í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta mót aðeins ætlað ÍR-ingum. Spilaðir verða þrír leikir. Fjórir eftu karlar, fjórar efstu konurnar og 4 efstu þess fyrir utan með forgjöf keppa til úrslita, 1. sæti gegn því 4. og 2. og 3. sæti. Skráning á mótið fer fram á vefnum. Olíuburður verður HIGH STREET 44 fet. Verð aðeins kr. 2.000,-

20.4.2016

ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar í keilu 2016

ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar í keilu 2016ÍR liðin KLS og TT urðu í gærkvöldi bikarmeistarar karla- og kvennaliða í keilu en þá fór fram úrslitakeppnin í Keiluhöllinni Egilshöll. ÍR KLS vann ÍR PLS í bráðabana en jafnt var eftir 4 leiki hjá þeim. Hjá konum fór það þannig að ÍR TT bar sigurorð af ÍR Buff í þrem leikjum 3 – 0. ÍR KLS er nokkuð sigursælt í bikarkeppninni en alls hafa þeir unnið bikartitilinn 11 sinnum síðan 1987 en ÍR TT vann síðast bikarinn árið 2012 og alls er þetta í þriðja sinn sem þær hafa unnið hann.

 

18.4.2016

ÍR Íslandsmeistarar unglingaliða í keilu 2016

Lið ÍR1: Elva Rós, Ágúst Ingi, Stefán þjálfari, Steindór og ErlingurÍ gær fóru fram úrslit á Íslandsmóti unglinga. Í úrslitum þurfti að vinna 2 leiki í bæði undanúrslitum og úrslitum til að hampa titlinum, sé leikur jafn í lokin er spilað svokallað Roll Off þar sem hver liðsmaður fær eitt skot og telja pinnarnir sem falla.

Lið ÍR 1 var skipað; Elva Rós Hannesdóttir, Ágúst Ingi Stefánsson, Steindór Máni Björnsson og Erlingur Sigvaldason. Þjálfari er Stefán Claessen.

6.4.2016

Sigurlaug Jakobsdóttir Íslandsmeistari öldunga í keilu

Sigríður Klemensdóttir og Sigurlaug Jakobsdóttir úr ÍR ásamt Rögnu G Magnúsdóttur úr KFR sem varð í 3. sætiÍ gærkvöldi lauk Íslandsmóti öldunga í keilu. Sigurlaug Jakobsdóttir úr ÍR varð Íslandsmeistari kvenna en hún sigraði Sigríði Klemensdóttur, einnig úr ÍR, í þrem leikjum 188 – 162, 135 – 211 og síðan 167 – 152. Í þriðja sæti hjá körlum varð Þórarinn Már Þorbjörnsson ÍR.