n1_logo_grunni

Fréttir
22.4.2014

Úrslit Bikarkeppni KLÍ 2014

kli-logo-80IR-KLS_Bikarmeistarar_2013Úrslit Bikarkeppni liða 2014 fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun miðvikudaginn 23. apríl og hefst keppni kl. 19:00. Til úrslita í kvennaflokki mætast bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff sem hefur möguleika á að tryggja sér titilinn í fyrsta skipti. Í karlaflokki mæta bikarmeistararnir ÍR-KLS liði KFR-Lærlinga. ÍR-KLS hafa unnið Bikarmeistaratitilinn oftast allra karlaliða og geta með sigrinum tryggt sér tiltinn í 10. sinn og 5. árið í röð.

22.4.2014

Árshátíð KLÍ 2014

Arshatid_2011kli-logo-80Árshátíð Keilusambands Íslands verður haldin í Rúbín í Öskjuhlíð laugardaginn 3. maí n.k. og opnar húsið kl. 19:00. Sama dag fer fram síðasta umferðin í öllum deildum á Íslandsmóti liða og er þetta því tilvalið tækifæri til að fagna lokum tímabilsins og gleðjast saman áður en úrslitakeppnin tekur við. Boðið verður uppá fordrykk, glæsilegt hlaðborð og veitt verðlaun fyrir afrek vetrarins. Kvennalandsliðið verður með sitt stórkostlega happdrætti. Miðaverð er kr. 6.500 og miðapantanir eru hjá Lindu, linda@rontgen.is, sími 694 5032 og Dóru keiludora@gmail.com, sími 661 9585. Sjá nánar í auglýsingu

21.4.2014

Úrslit Deildarbikars liða í keilu 2014

kli-logo-80IR-KLS_Deildarbikar_2013Úrslitakeppni Deildarbikars liða í keilu fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll á kvöld þriðjudaginn 22. apríl og hefst keppni kl. 19:00. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli keppa þar til úrslita um Deildarbikarinn og keppa þrjú ÍR lið til úrslita. Úr A riðili koma ÍR-KLS og ÍR-TT, úr B riðli KFR-Afturgöngurnar og KR-B og úr C riðli ÍR-PLS og ÍA-W. ÍR-KLS á tiltil að verja og hefur unnið titilinn oftast allra liða eða 4 sinnum. ÍR-PLS hefur unnið titilinn tvisvar sinnum, en önnur lið í úrslitum hafa ekki unnið þennan titil. Sjá leikjaröð og brautaskipan.

21.4.2014

Páskamót ÍR 2014

Paskamot_2014_c_flokkurPáskamót ÍR var haldið í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 19. apríl. Alls tóku 36 keppendur þátt í mótinu og kepptu í 4 flokkum. Verðlaunin voru páskaegg frá Nóa-Síríus, Nivea vörur og Pepsi frá Ölgerðinni. Sigurvegari í C flokki var Ágúst Ingi Stefánsson, í 2. sæti var Svavar Þór Einarsson og í 3. sæti var Helga Freysdóttir. Sigurvegari í B flokki Sindri Már Magnússon, í 2. sæti var Njörður Stefánsson og í 3. sæti var Alexander Stefánsson. Sigurvegari í A flokki var Axel Heimir Þorleifsson, í 2. sæti var Atli Þór Kárason og í 3. sæti var Þórarinn Már Þorbjörnsson. Sigurvegari í var * flokki var Arnar Davíð Jónsson, í 2. sæti var Freyr Bragason og í 3. sæti var Birgir Kristinsson. Einnig voru veitt aukaverðlaun fyrir misjafna frammistöðu í mótinu, en þau hlutu Linda Hrönn Magnúsdóttir, Sigríður Klemensdóttir, Róbert Dan Sigurðsson og Þórunn Hulda Davíðsdóttir. Sjá nánar úrslit mótsins.

15.4.2014

Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er Íslandsmeistari einstaklinga 50+ í keilu 2014

Islandsmot_einst_50+_2014_Linda

kli-logo-80

Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR er fyrsti Íslandsmeistari einstaklinga 50 ára og eldri í keilu. Í 2. sæti varð Ragna Matthíasdóttir KFR og í 3. sæti varð Davíð Löve KR.

Mótið var haldið í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll dagana 12. - 14. apríl. Alls tóku 23 keppendur þátt í mótin og keppt var í einum opnum flokki þar sem konur fengu 8 pinna í forgjöf. 

13.4.2014

Páskamót ÍR 2014

PaskaeggPáskamót ÍR verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 19. apríl n.k. og hefst keppni kl. 10:00. Skipt verður í 4 flokka eftir meðaltali og spilaðir 3 leikir. Veitt verða verðlaun frá Nóa-Síríus fyrir efstu sætin í hverjum flokki og er verðið kr. 2.500. Skráning er á netinu og lýkur föstudaginn langa 18. apríl kl. 20:00. Sjá nánar í auglýsingu

10.4.2014

Evrópumót unglinga í keilu EYC 2014

EYC_2014EYC_2014_unglingalandslidEvrópumót unglinga í keilu 18 ára og yngr, iEYC 2014 fer fram í Odense í Danmörku dagana 11. - 21. apríl n.k. Þeir keppendur sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd eru talið frá vinstri Aron Fannar Benteinsson ÍA, Natalía G. Jónsdóttir ÍA, Andri Freyr Jónsson KFR, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR. Þjálfari er Guðmundur Sigurðsson og aðstoðarþjálfari er Jónína Björg Magnúsdóttir.

Alls keppa 98 piltar og 61 stúlka á mótinu. Fylgist með keppninni á heimasíðu KLÍheimasíðu mótsins og Facebook síðunni

8.4.2014

Páskafrí á barna- og unglingaæfingum

PaskaeggÆfingar barna- og unglinga falla niður dagana 14-17. apríl vegna páskafría og síðan er frí 24 vegna sumardagsins fyrsta. Æfingum lýkur svo miðvikudaginn 30 apríl þar sem allir iðkendur mæta í pizzapartý í Egilshöll milli kl. 17 og 18:30.

6.4.2014

Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon eru AMF meistarar í keilu 2014

AMF_2013_2014_Gudny_MagnusQubicaAMFGuðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon bæði úr ÍR áunnu sér í dag rétt til þátttöku á 50. QubicaAMF Bowling World Cup heimsbikarmóti einstaklinga í keilu sem fer fram í haust. Sjá nánar um Qubica AMF Bowling World Cup mótið á heimasíðu QubicaAMF

5.4.2014

Úrslit 3. og síðustu umferðar AMF mótaraðarinnar 2013 - 2014

amf2014forgjQubicaAMFÍ morgun fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll seinni riðilinn í forkeppni þriðju umferðar AMF mótsins. Í keppni án forgjafar var Hafþór Harðarson ÍR efstur og spilaði 1.358 seríu. Í 2. sæti var Björn Birgisson KR með 1.347, Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR var í 3. sæti með 1.288 og Freyr Bragason KFR var í 4. sæti með 1.283. Sjá stöðu eftir forkeppni.