jakon1_logo_grunni

Fréttir
2.3.2015

Aðalfundur Keiludeildar ÍR

IR_logoAðalfundur Keiludeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 4.mars nk. kl.20:00 í ÍR 
heimilinu Skógarseli 12. 
Dagskrá:
1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara. 
2.     Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. 
3.     Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2014. 
4.     Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 
5.     Kosning formanns. 
6.     Kosning annarra stjórnarmanna. 
7.     Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund félagsins. 
8.     Æfingargjöld ákveðin.
9.     Önnur mál. 
Kveðja, Stjórnin

18.2.2015

Aðalfundur Keiludeildar ÍR 2015

BikararAðalfundur Keiludeildar ÍR verður haldinn í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12, miðvikudaginn 4. mars kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta starf deildarinnar með tillögum um hvað betur má gera. Óskað er eftir framboðum til stjórnar en þau sem gefið hafa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu eru  Andrés Haukur Hreinsson, Daníel Rodriguez, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Sigríður Klemensdóttir og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Úr stjórn fara Hannes J. Hannesson og Heiðar Rafn Sverrisson.

4.2.2015

Hafþór Harðarson ÍR Íslandsmeistari einstaklinga í keilu 2015

Hafþór Harðarson ÍR og Ragnheiður Þorgilsdóttir KFR Íslandsmeistarar einstaklinga 2015Hafþór Harðarson úr ÍR varð í gærkvöldi Íslandsmeistari einstaklinga í keilu fyrir árið 2015. Þetta er í fjórða sinn sem Hafþór verður Íslandsmeistari frá árinu 2011, sannarlega öflugur ÍR-ingur á ferð en handhafi Ísladsmeistaratitilsins í fyrra var einnig ÍR-ingur hann Magnús Magnússon. 

3.2.2015

Happadrætti knd. ÍR - búið er að draga.

Dregið hefur verið í happadrætti knattspyrnudeildar ÍR

Sjá vinningsskrá hér: SMELLA!

Vinningshafar þurfa að sækja vinningana á skrifstofu ÍR fyrir 30. apríl 2015.

21.1.2015

Andlátsfregn

Stefán Þór JónssonStefán Þór Jónsson lést á Landspítalanum Fossvogi á mánudagskvöldið síðasliðna. Stefán stundaði keilu í meir en 20 ár og hefur leikið með ýmsum liðum á þeim tíma og nú síðustu ár með ÍR Broskörlum. Stefán var án efa einn litríkasti keilari landsins og verður hans sárt saknað úr þeim hópi.

 
Útför Stefáns fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. janúar kl 13.
 
Stjórn keiludeildar ÍR senda fjölskyldu og aðstandendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur.
17.1.2015

Riðli 1 á RIG - AMF World Cup 2. umferð lokið

Skúli Freyr Sigurðsson KFA er í 1. sæti eftir 1. riðila á RIG15 AMF World Cup 2. umferðÍ dag var spilað í Keiluhöllinni Egilshöll 1. riðill í RIG - AMF World Cup 2. umferð. Leikar fóru þannig að Skúli Freyr Sigurðsson KFA spilaði manna best og endði í 1. sæti með 1.331 pinna. Hann hóf daginn með nokkrum látum og spilaði 290 í fyrsta leik. Freyr Bragason KFR og Kristján Þórðarson KR koma svo í næstu sætum.

7.1.2015

Íþróttahátíð framundan í Reykjavík

ÍR ingurinn Hafþór Harðarson á RIG leikunum 2012Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í áttunda sinn dagana 15.-25.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 20 einstaklingsíþróttagreinum en skotfimi er ný grein á leikunum í ár. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni. Hér á heimasíðu leikanna má finna lista yfir íþróttagreinar og dagskrá.

7.1.2015

Íþróttamenn ársins 2014 hjá ÍR

IR_logoSunnudaginn 11. janúar kl 15:00 verður kosning íþróttamanna ársins kynnt í félagsheimil ÍR við Skógarsel 12.

Það er von stjórnar ÍR að sem flestir ÍR-ingar sjái sér fært að vera viðstaddir.

5.1.2015

RIG - AMF World Cup 2. umferð

Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon úr ÍR sigruðu á AMF mótunum hér heima 2014Dagana 17. til 25. janúar verður 2. umferð í AMF World Cup leikin og er mótinu skeytt saman við RIG leikana 2015. Nokkrir erlendir gestir koma og keppa á mótinu. Leikið verður í Keiluhöllinni Egilshöll og hefst forkeppnin Laugardaginn 17. kl 09:00 - Sjá auglýsingu fyrir mótið(PDF skjal - Opnast í nýjum glugga). Olíuburður verður WTBA Tokyo (43').

Skráningarform fyrir mótið.

23.12.2014

Flugeldasala

ir-flugeldar2