jako

n1_logo_grunni

Keiluhöllin

Fréttir
23.11.2015

AMF World Cup 2016 - 1. umferð

Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði í 1. umferð AMF 2016Um helgina var keppt í 1. umferð AMF World Cup 2016 forkeppninni hér í Keiluhöllinni Egilshöll. Spilaðir voru tveir riðlar 6 leikir í senn á laugardag og sunnudag. Betri serían gildir til lokastöðu. Dagný Edda Þórisdóttir KFR kom sá og sigraði með glæsilegri spilamennsku. Setti hún þrjú Íslandsmet á laugardaginn í tveim, þrem og fjórum leikjum. Spilaði hún 801 í þrem leikjum og er fjórði íslenski keilarinn sem nær yfir 800 seríu.

16.11.2015

AMF World Cup 2016 - 1. umferð

QubicaAMFFyrsta umferðin í AMF World Cup 2016 verður haldin í Keiluhöllinni Egilshöll um helgina. Tveir riðlar verða, sá fyrri laugardaginn 21. kl. 09:00 og sá seinni sunnudaginn 22. kl. 19:00. Hærri serían gildir til stiga. Spilaðir eru 6 leikir og fá 12 efstu leikmenn eftir báðar forkeppnirnar stig til AMF. Skráning í mótið fer fram á vefnum.

7.10.2015

Skyndihjálparnámskeið ÍR

ÍR býður öllum þjálfurum sínum og starfsfólki á skyndihjálparnámskeið þriðjudagskvöldið 13. október í ÍR-heimilinu frá 19:30-22:30. Kennari verður Ólafur Ingi Grettisson slökkviliðsmaður sem fór á kostum á námskeiðinu í fyrra og kom efninu frá sér á skemmtilegan og áhugaverðan hátt.

Nýir þjálfarar ÍR sem hófu störf í haust og þeir sem ekki nýttu sér námskeiðið s.l. haust eru sérstaklega hvattir til að mæta. 

Umsjónarþjálfarar flokka eru vinsamlegast beðnir að koma boðum á aðstoðarþjálfara sína og hvetja þá til þátttöku.

Vinsamlega skráið ykkur til þátttöku á ir@ir.is

20.9.2015

ÍR ingar sigursælir á Reykjavíkurmóti einstaklinga með forgjöf í keilu 2015

Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir sigurvegarar Reykjavíkurmóts einstaklinga í keilu með forgjöf 2015Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Sigurvegarar voru þau Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir en þau keppa bæði undir merkjum ÍR. Hlynur sigraði Hannes Jón Hannesson ÍR í úrslitum og Bergþóra Rós sigraði Elsu G Björnsdóttur úr KFR. Alls kepptu 19 konur og 24 karlar í mótinu.

13.9.2015

Hafþór Harðarson ÍR er Reykjavíkurmeistari karla í keilu 2015

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR eru Reykjavíkurmeistarar 2015Um helgina fór fram opna Reykjavíkurmót einstaklinga í Keiluhöllinni Egilshöll. Alls kepptu 20 karlar og 14 konur og voru spilaðir 9 leikir í forkeppni. Leikar fóru þannig að Hafþór Harðarson ÍR sigraði Frey Bragason KFR í þrem leikjum í úrslitum 707 gegn 647. Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigraði Lindu Hrönn Magnúsdóttur ÍR einnig í þrem leikjum 620 gegn 549. Eru þau Dagný Edda og Hafþór því Reykjavíkurmeistarar 2015 í keilu.

9.9.2015

Fyrirliðafundur mánudaginn 14. september kl. 19:00

Fyrirliðafundur verður haldinn næstkomandi mánnudagskvöld í ÍR heimilinu Skógarseli kl. 19:00. Farið verður yfir helstu mál fyrir komandi keppnistímabil s.s. búningamál, gjöld fyrir tímabilið, niðurröðun leikja, dómaraskylda og fleiri mál.

Allir fyrirliðar ÍR liða eru hvattir til að mæta eða senda sinn fulltrúa á fundinn.

Stjórnin.

15.8.2015

Pepsi mótin 2015 - 2016

Okkur hjá keiludeild ÍR er það gleðiefni að tilkynna að hin vinsælu Pepsi mót verða áfram næsta tímabil í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótin verða á sama tíma, sunnudagkvöld kl. 20:00 og verður verð óbreytt í ár eða 2.500 krónur fyrir 4 leiki.

Fyrsta mótið verður sunnudaginn 23. ágúst og er ætlunin, ef búið verður að tilkynna, að notast við deildarolíuburð sem nota á fyrst um sinn í deildunum sem hefjast í september.

Hlökkum til að sjá sem flesta í Pepsí keilu í vetur.

Pepsimotin_2015-2016

20.5.2015

Opið fyrir umsóknir í Magnúsarsjóð

IR_logoÁrleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 27. maí og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins. Áhugasömum umsækjendum er bent á að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sjóðsins sem má nálgast á heimasíðu félagsins: http://www.ir.is/media/PDF/Magnusarsjodur_Umsoknareydublad.pdf

Nánar um markmið sjóðsins með því smella HÉR.

28.4.2015

Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015  kl. 20:00 í félagsheimili ÍR  Skógarseli 12 Reykjavík. 

IR_logo

Dagskrá aðalfundar: 

1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.

4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.

5. Lagabreytingar.

6. Ákveðin árgjöld.

7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

8. Kosinn formaður.

9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn.

10. Kosnir tveir skoðunarmenn.

11. Önnur mál. 

Léttar veitingar verða boðnar að loknum fundi. 

Stjórnin

22.4.2015

ÍR eru Íslandsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki í keilu 2015

ÍR KLS og ÍR Buff Íslandsmeistarar 2015Í gærkvöldi fór fram þriðja og síðasta umferðin í úrslitakeppni karla og kvenna á Íslandsmóti liða í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Íslandsmeistarar í karlaflokki eru ÍR KLS og í kvennaflokki eru það ÍR Buff. Úrslitin hjá körlunum réðust ekki fyrr en í síðasta leik kvöldsins en KLS menn þurftu að sækja á til að ná sigrinum. ÍR Buff konur mættu mjög ákveðnar til leiks. Þær voru 2 stigum undir fyrir umferðina en hófu leikinn af krafti og lönduðu titlinum nokkuð örugglega.