n1_logo_grunni

Fréttir
13.4.2014

Páskamót ÍR 2014

PaskaeggPáskamót ÍR verður haldið í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 19. apríl n.k. og hefst keppni kl. 10:00. Skipt verður í 4 flokka eftir meðaltali og spilaðir 3 leikir. Veitt verða verðlaun frá Nóa-Síríus fyrir efstu sætin í hverjum flokki og er verðið kr. 2.500. Skráning er á netinu og lýkur föstudaginn langa 18. apríl kl. 20:00. Sjá nánar í auglýsingu

10.4.2014

Evrópumót unglinga í keilu EYC 2014

EYC_2014EYC_2014_unglingalandslidEvrópumót unglinga í keilu 18 ára og yngr, iEYC 2014 fer fram í Odense í Danmörku dagana 11. - 21. apríl n.k. Þeir keppendur sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd eru talið frá vinstri Aron Fannar Benteinsson ÍA, Natalía G. Jónsdóttir ÍA, Andri Freyr Jónsson KFR, Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR. Þjálfari er Guðmundur Sigurðsson og aðstoðarþjálfari er Jónína Björg Magnúsdóttir.

8.4.2014

Páskafrí á barna- og unglingaæfingum

PaskaeggÆfingar barna- og unglinga falla niður dagana 14-17. apríl vegna páskafría og síðan er frí 24 vegna sumardagsins fyrsta. Æfingum lýkur svo miðvikudaginn 30 apríl þar sem allir iðkendur mæta í pizzapartý í Egilshöll milli kl. 17 og 18:30.

6.4.2014

ÍRingarnir Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon eru AMF meistarar í keilu 2014

AMF_2013_2014_Gudny_MagnusQubicaAMFGuðný Gunnarsdóttir ÍR og Magnús Magnússon ÍR áunnu sér í dag rétt til þátttöku á 50. QubicaAMF Bowling World Cup heimsbikarmóti einstaklinga í keilu sem fer fram í haust. Sjá nánar um Qubica AMF Bowling World Cup mótið á heimasíðu QubicaAMF

5.4.2014

Úrslit 3. og síðustu umferðar AMF mótaraðarinnar 2013 - 2014

amf2014forgjQubicaAMFÍ morgun fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll seinni riðilinn í forkeppni þriðju umferðar AMF mótsins. Í keppni án forgjafar var Hafþór Harðarson ÍR efstur og spilaði 1.358 seríu. Í 2. sæti var Björn Birgisson KR með 1.347, Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR var í 3. sæti með 1.288 og Freyr Bragason KFR var í 4. sæti með 1.283. Sjá stöðu eftir forkeppni.

30.3.2014

3. og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2013 - 2014

AMF_2013_Arnar_Gudny

QubicaAMF

Þriðja og síðasta umferð AMF mótaraðarinnar 2013 - 2014 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 2. og 5. apríl n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni miðvikudaginn 2. apríl kl. 19:00 og laugardaginn 5. apríl kl. 9:00. Verð í forkeppni er 5.500 kr. Efstu 10 keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita laugardaginn 5. apríl og hefst keppni kl. 12:00.  Sjá auglýsingu og skráningu. Olíuburður í mótinu er 2013 USBC Women's Championships - Reno

Úrslit mótaraðarinnar verða síðan spiluð sunnudaginn 6. apríl og hefst keppni kl. 9:00. Staðan í stigakeppninni

26.3.2014

Þráinn Hafsteinsson ráðinn íþróttastjóri hjá ÍR.

thrainnÞráinn er íþróttafræðingur og hefur víðtæka reynslu af stjórnun, þjálfun og kennslu á sviði íþrótta. Eftir farsælann ferli í tugþraut hefur Þráinn unnið sem íþróttakennari, landsliðþjálfari, frístundaráðgjafi, yfirþjálfari hjá ÍR og sem háskólakennari.ÍR býður Þráin velkominn til starfa og væntir mikils af frekari störfum hans í þágu félagsins.

13.3.2014

Aðalfundur Keiludeildar ÍR 2014

IR_logoNyir_buningarAðalfundur Keiludeildar ÍR var haldinn í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12, fimmtudaginn 6. mars. Á fundinum var Heiðar Rafn Sverrisson endurkjörinn formaður deildarinnar og aðrir í stjórn voru kjörnir Andrés Haukur Hreinsson, Sigríður Klemensdóttir, Þórarinn Már Þorbjörnsson og Hannes Jón Hannesson. Í varastjórn voru kjörnirJóhann Ágúst Jóhannsson og Daníel Rodriguez. Úr stjórn gengu Jón Thorarensen og varamennirnir Guðrún Soffía Guðmundsdóttir og Linda Hrönn Magnúsdóttir.

Á fundinum voru meðal annars kynntir nýir ÍR búningar frá JAKO, sjá mynd 

12.3.2014

Andrea Björk Sigrúnardóttir ÍR og Matthías Sigurðsson ÍA eru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu með forgjöf 2014

Islmot_einst_forgj_2014_Karenina_Andrea_LaufeyAndrea Björk Sigrúnardóttir ÍR og Matthías Leó Sigurðsson ÍA eru Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2014 og er þetta í fyrsta sinn sem þau vinna þennan titil. Í 2. sæti voru Karenina Kristín Chiodo ÍFH og Hrafn Sabir Khan ÍR og í 3. sæti voru Laufey Sigurðardóttir ÍR og Eiríkur Garðar Einarsson ÍR. Sjá leiki og stöðu í kvennaflokki og leiki og stöðu í karlaflokki.

Á myndinni frá vinstri Karenina, Andrea og Laufey.

26.2.2014

Aðalfundur Keiludeildar ÍR

IR_logo

Aðalfundur Keiludeildar ÍR verður haldinn í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12, fimmtudaginn 6. mars kl. 20:00. Allir félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og ef það eru einhverjir sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu eða vinnu í nefndum keiludeildarinnar eða Keilusambandsins á næsta tímabil eru þeir hvattir til að hafa samband við Heiðar formann. 

Sjá dagskrá fundarins.