jako

Keiluhöllin

Fréttir
23.8.2016

Pepsí mót ÍR 2016 til 2017

Pepsi_mot_2016_til_2017Næstkomandi sunnudag hefjast aftur vikulegu Pepsí mót ÍR. Keppt er sem fyrr kl. 20:00 og leiknir 4 leikir, skipt um brautarpar eftir 2 leiki. Verðið í ár ver&r kr. 3.000,- og er skráning og greiðsla í afgreiðslu Keiluhallarinnar.  Sjá nánar auglýsingu.

9.5.2016

Þjálfunarbúðir með Robert Anderson

robert_anderssonKeiludeild ÍR stendur fyrir þjálfunarbúðum með sænska keilaranum Robert Anderson en hann ætti að vera íslenskum keilurum að góðu kunnur enda tengdasonur Íslands. Róbert kemur hér dagana 26. maí og verður með æfingar í Egilshöll. Einnig er ætlunin að hann verði með fyrirlestur á föstudagskvöldinu í ÍR heimilinu, nánar auglýst síðar. Skipulagið er þannig að boðið verður upp á nokkra tíma með honum og verða þátttakendur takmarkaðir við 8 keilara í einu. Unnið er í 2 tíma á braut og mun Robert fara á milli manna.

Keilarar eru hvattir til að nýta sér þessa þjálfun og er þetta besti tíminn til þess. Þarna gefst keilurum tækifæri til að fá ítarlega leiðsögn og geta þá æft sig í þeim atriðum sem koma fram og komið því mun sterkari til leiks í haust þegar næsta tímabil hefst.

8.5.2016

Hafþór Harðarson sigraði forkeppni AMF 2016

AMF_2016_Urslit_Hafthor_DagnyHafþór Harðarson úr ÍR sigraði forkeppni heimsbikarmóts einstaklinga AMF World Cup en undanúrslitakeppnin í forkeppninni hér heima fór fram um helgina. Hafþór sigraði Björn Birgisson úr KR í úrslitaviðureigninni með 222 pinnum gegn 183. Með sigrinum hlýtur Hafþór ferð og keppnisrétt á 52. heimsbikarmóti einstaklinga sem fram fer í Shanghai í Kína dagana 14. til 23. október í ár. Að venju fær sigahæsti einstaklingurinn af gagnstæði kyni einnig þátttökurétt á því móti og í ár varð það Dagný Edda Þórisdóttir úr KFR sem varð efst kvenna en hún endaði í 5. sæti eftir undanúrslitin í dag. Í þriðja sæti varð svo Gústaf Smári Björnsson úr KFR og í fjórða sæti varð Stefán Clasessen úr ÍR.

6.5.2016

Hreinsunardagur ÍR

ÍR-ingar ætlar að taka þátt í hreinsunarátak Reykjavíkurborgar. 

Við hvetjum sem flesta ÍR-ingar að koma og hjálpa til við að hreinsa allt sýnilegt rusl í næsta nágrenni við ÍR mánudaginn 9. maí næstkomandi kl. 17:00.   

 

Meðlimir körfuknattleiksdeild ÍR stjórna hreinsunaraðgerðum.  Þeir ætla að fjölmenna og hreinsa rusl á tveimur svæðum þ.e. í dalnum fyrir ofan ÍR svæðið frá Skógaseli í vestri að Seljaskóla í austri og á svæðinu við Árskóga.

Hreinsunin er unnin í samráði við Reykjavíkurborg og er liður í að ljúka trjámálinu milli ÍR og borgarinnar.

Aðalstjórn ÍR

4.5.2016

ÍR PLS Íslandsmeistarar karla í keilu 2016

Islandsmeistarar_karla_2016_1_saeti_IR-PLSÍ gærkvöldi fór fram síðasti úrslitaleikurinn hjá körlum á Íslandsmótinu í keilu. ÍR PLS var í ágætri stöðu fyrir umferðina með 17,5 stig gegn 10,5 KFR Lærlinga sem sóttu þó vel á í lok 2. umferðar. PLS strákar hófu leikinn í gær af krafti og lönduðu 3 – 1 sigri 615 pinnar gegn 593 í fyrsta leik og þurftu því aðeins 1 stig úr næstu tveim leikjum til að tryggja sér titilinn. Það tókst í öðrum leik en þar sigruðu þeir einnig 3 – 1, 672 pinnar gegn 649 og því titillinn þeirra.

Óskum ÍR PLS til hamingju með titilinn.

2.5.2016

Fyrsta umferðin í úrslitum Íslansmóts liða

ÍR PLS tók forystu í úrslitakeppni karlaÍ gærkvöldi fór fram fyrsta umferðin í úrslitum á Íslandsmóti liða 2016. Til úrslita keppa í kvennaflokki KFR Valkyrjur og ÍR Buff og í karlaflokki keppa ÍR PLS og KFR Lærlingar. Keppnin heldur svo áfram í kvöld og annað kvöld og þá verða krýndir Íslandsmeistarar í liðakeppni 2016.

Leikirnir i gær voru nokkuð spennandi karla megin en þar hafði á endanum ÍR PLS sigur samanlagt 9,5 stig gegn 4,5. Í fyrsta leik hafði Guðlaugur í KFR Lærlingum betur í viðureign sinni við Einar Má 232 gegn 231 og kom þar til að Guðlaugur náði að fella út í 10. ramma. Róbert og Bjarni í ÍR PLS lönduðu sigri í sínum viðureignum og náðu heildinni í 1. leik þannig að staðan eftir hann var 647 pinnar gegn 628 eða 3 stig gegn 1.

30.4.2016

Meistaramót ÍR í keilu 2016

Einar Már, Hlynur Örn og Ástrós sigurvegarar Meistaramóts ÍR 2016Meistaramót ÍR fór fram í morgun í Keiluhöllinni Egilshöll. Að venju er þetta einskonar lokamót og uppskeruhátið deildarinnar. Keppt er í karla-, kvenna- og forgjafarflokki og spiluð er ein þriggja leikja sería. Sigurvegarar á mótinu urðu þau Hlynur Örn Ómarsson, Ástrós Pétursdóttir og Einar Már Björnsson.

Eftir forkeppnina var Hlynur Örn með bestu seríuna eða 707. Alexander Halldórsson varð í 2. sæti með 683 seríu, í 3. sæti var Gunnar Þór Ásgeirsson en hann var „öldungurinn“ í úrslitum en hann er fæddur árið 1985 og í fjórða sæti varð Ágúst Ingi Stefánsson með 658 seríu. Óvænt að sjá svona unga keilara raða sér í efstu sætin en þetta segir bara að framtíðin er björt hjá keiludeild ÍR.

29.4.2016

AMF 3. umferð – Hver fer á AMF World Cup í Shanghai?

AMF_World_Cup_2016_Shanghai3. umferðin í AMF mótaröðinni 2015 – 2016 verður leikin í Egilshöll 5. til 8. maí. Tveir riðlar eru í boði fimmtudaginn 5. maí kl. 10:00 (almennur frídagur) og laugardaginn 7. maí kl. 09:00. Úrslit 3. umferðar fara svo fram eftir riðilinn á laugardag en þá keppa 10 efstu allir við alla Round Robin.

Sunnudaginn 8. maí kl. 09:00 fara svo fram heildarúrslit í AMF. Þá keppa 10 efstu eftir samanlagðar forkeppni í Round Robin og eftir það fjórir efstu í Step ladder fyrirkomulagi, einn leikur til að halda áfram.

Sem fyrr verða verðlaun fyrir 12 efstu með forgjöf eftir 3. umferð. Forgjöf er 80% mismun meðaltals 200. Konur fá ekki auka 8 pinna á leik með almennri forgjöf.

Verð í forkeppni er kr. 5.500,-

Olíuburður

27.4.2016

ÍR PLS í úrslit á Íslandsmóti liða í keilu

IR-PLSÍ gærkvöldi fóru fram seinni leikirnir í undanúrslitum Íslandsmóts liða í keilu. Á Skaganum áttust við ÍA W og ÍR PLS og áttu Skagamenn á brattann að sækja eftir 11-3 tap í gærkvöldi. PLS byrjuðu vel og unnu góðan 3-1 sigur í fyrsta leik sem var jafn á flestum tölum 569-534 og nú þurftu PLS menn einungis ½ stig til að tryggja sig í úrslitin. 2 leikurinn vannst stórt 651 gegn 756 eða 3-1 PLS mönnum í vil og öruggir í úrslitaleikinn þriðja leiknum í 6 ramma tóku við tæknilegir örðugleikar þannig að lokastaðan náðist ekki en PLS menn komnir í úrslit.

26.4.2016

Frá úrslitakeppni í keilu 2016

Deildarbikar 2014 IR-PLSÚrslitakeppnin í keilu er farin af stað. Í 1. deild kvenna er umspil um sæti þannig að það lið sem varð í næst neðsta sæti ÍR BK keppir við það lið sem varð í 2. sæti í 2. deild en það er lið ÍA. Spilaðir eru tveir leikir, heima og að heima. Þar sem ÍR BK var í 1. deil hófst leikurinn á þeirra heimavelli þ.e. í Egilshöll. Leikar fóru þannig að ÍR stúlkur unnu leikinn 9 - 5 og spiluðu samtals 1.470 gegn 1.420 eða 163,33 í meðaltal. Annaðkvöld fer svo síðari leikurinn fram upp á Skaga og hefst hann kl. 19:00

Hjá körlum var spilað í undanúrslitum 1. deildar. Þar áttust við....