jakon1_logo_grunni

Fréttir
29.3.2015

Frá Evrópukeppni ungmenna í keilu 2015 í Leipzig Þýskalandi - Fyrsti keppnisdagurinn

Alexander_Halldorsson_og_Hlynur_Orn_OmarssonFyrsti keppnisdagur á Evrópumóti ungmenna í keilu 2015 var í dag sunnudaginn 29. mars og hófst hann á tvímenningi. Hlynur Örn Ómarsson og Alexander Halldórsson, báðir úr ÍR, hófu leik snemma í morgun. Voru þeir mjög jafnir í spilamennskunni og enduðu með 193 í meðaltal. Hlynur spilaði 1.152 eða 192,00 í meðaltal og Alexander var með 1.167 pinna eða 194,5 í meðaltal. Alexander setti persónulegt met í 4 og 5 leikjum, 828 og 1.031 pinnar.

28.3.2015

Páskamót ÍR 2015

Páskamót ÍR 2015Laugardaginn 4. apríl næstkomandi verður hið árlega Páskamót ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið hefst kl. 10:00 og er áætlað að það standi til kl. 13:00. Leikið verður í fjórum flokkum og verður að vanda gómsætt páskaegg frá Nóa Síríus í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig má búast við einhverjum skemmtilegum aukaverðlaunum fyrir ýmis afrek eða glappaskot.

Skráning fer fram á netinu, sjá nánar auglýsingu.

Athugið að búið er að bryta olíuburðinum fyrir mótið. Nota á 2008 DBU German Championships (4739).

26.3.2015

Ný stjórn keiludeildar ÍR

Á framhaldsaðalfundi sem haldinn var í kvöld í ÍR heimilinu tók ný stjórn við keflinu. Reyndar halda flestir áfram setu í stjórn en ný stjórn er skipuð eftirfarandi fólki:

Hörður Ingi Jóhannsson kjörinn formaður
Andrés Haukur Hreinsson
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Sigríður Klemesdóttir
Þórarinn Már Þorbjörnsson

Varamenn voru kjörnir:

Daniel Rodriguez
Svavar Þór Einarsson

Úr stjórn gengu Heiðar Rafn Sverrisson og Hannes Jón Hannesson. Er þeim þökkuð störfin í stjórn á síðasta tímabili.

Nýkjörin stjórn á eftir að halda sinn fyrsta fund og kemur þá til með að skipta með sér verkum.

22.3.2015

Hafþór Harðarson úr keiludeild ÍR sigraði undankeppni AMF World Cup 2015

Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson ÍR verða fulltrúar Íslands á AMF World Cup 2015ÍR-ingurinn Hafþór Harðarson sigraði í dag undankeppni AMF heimsbikarmótsins sem fram fór í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafþór sigraði Skúla Frey Sigurðsson frá Keilufélagi Akraness með 233 pinnum gegn 180. Skúli Freyr hafði áður sigrað Arnar Sæbergsson ÍR í undanúrslitum með 223 pinnum gegn 212. Freyr Bragason í Keilufélagi Reykjavíkur varð svo í fjórða sæti.

22.3.2015

AMF World Cup 3. umferð - Seinni riðill og lokastaða forkeppni

Skúli Freyr Sigurðsson KFASeinni riðill í 3. umferð AMF World Cup fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll í gær laugardag. Eftir forkeppnina fóru síðan fram úrslit 10 efstu úr þessari þriðju umferð. Í keppni án forgjafar fóru leikar þannig að Skúli Freyr Sigurðsson úr KFA tók umferðina með trompi og skilaði 1.422 pinnum í þessum 6 leikjum sem gera aðeins 236,67 í meðaltal. Glæsileg spilamennska hjá Skúla. Í öðru sæti varð svo Bjarni Páll Jakobsson ÍR með 1.260 pinna sem eru 210,0 í meðaltal. Í þriðja sæti varð svo Arnar Sæbergsson ÍR aðeins 2 pinnum á eftir Bjarna Páli með 1.258 pinna eða 209,67 í meðaltal.

20.3.2015

Framhaldsaðalfundur keiludeildar ÍR

IR_logoFramhaldsaðalfundur keiludeildar ÍR verður haldinn fimmtudaginn26. mars nk. kl.20:00 í ÍR heimilinu Skógarseli 12. 

Dagskrá:

1.     Kosning formanns. 
2.     Kosning annarra stjórnarmanna.

3.     Önnur mál 

 Kveðja, Stjórnin

 

19.3.2015

AMF World Cup 3. umferð – Staðan eftir fyrri riðilinn

Hafþór Harðarson er í 1. sæti eftir fyrri riðilinnÍ gær fór fram fyrri riðillinn af tveim í 3. umferð AMF World Cup. Keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Staða efstu manna án forgjafar eftir gærkvöldið er þannig að Hafþór Harðarson ÍR er í 1. sæti með 1.378 eða 229,67 í meðaltal. Í 2. sæti er svo Stefán Claessen einnig úr ÍR með 1.294 pinna eða 215,67 í meðaltal. Í 3. sæti er svo annar ÍR-ingur Arnar Sæbergsson með 1.259 pinna eða 209,83 í meðaltal.

15.3.2015

3. umferð AMF mótaraðarinnar 2015

Guðný Gunnarsdóttir og Magnús S Magnússon sigurvegarar AMF 2014Dagana 18. til 22. mars fer fram þriðja og síðasta umferð í AMF mótaröðinni 2015. Spilað verður í Keiluhöllinni Egilshöll. Miðvikudaginn 18. er fyrri forkeppnin og á laugardeginum verður svo seinni forkeppnin sem og úrslit í 3. umferð. Á sunnudeginum 22. verður síðan lokakeppni 10 efstu úr öllum mótunum.

Olíuburður er QAMF World Cup RBD 41 fet.

Skráning fer fram hér á netinu.

Sjá nánar auglýsingu.

2.3.2015

Aðalfundur Keiludeildar ÍR

IR_logoAðalfundur Keiludeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 4.mars nk. kl.20:00 í ÍR 
heimilinu Skógarseli 12. 
Dagskrá:
1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara. 
2.     Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. 
3.     Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2014. 
4.     Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 
5.     Kosning formanns. 
6.     Kosning annarra stjórnarmanna. 
7.     Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund félagsins. 
8.     Æfingargjöld ákveðin.
9.     Önnur mál. 
Kveðja, Stjórnin

18.2.2015

Aðalfundur Keiludeildar ÍR 2015

BikararAðalfundur Keiludeildar ÍR verður haldinn í ÍR-heimilinu, Skógarseli 12, miðvikudaginn 4. mars kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í að móta starf deildarinnar með tillögum um hvað betur má gera. Óskað er eftir framboðum til stjórnar en þau sem gefið hafa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu eru  Andrés Haukur Hreinsson, Daníel Rodriguez, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Sigríður Klemensdóttir og Þórarinn Már Þorbjörnsson. Úr stjórn fara Hannes J. Hannesson og Heiðar Rafn Sverrisson.