jako

n1_logo_grunni

Keiluhöllin

Fréttir
15.8.2015

Pepsi mótin 2015 - 2016

Okkur hjá keiludeild ÍR er það gleðiefni að tilkynna að hin vinsælu Pepsi mót verða áfram næsta tímabil í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótin verða á sama tíma, sunnudagkvöld kl. 20:00 og verður verð óbreytt í ár eða 2.500 krónur fyrir 4 leiki.

Fyrsta mótið verður sunnudaginn 23. ágúst og er ætlunin, ef búið verður að tilkynna, að notast við deildarolíuburð sem nota á fyrst um sinn í deildunum sem hefjast í september.

Hlökkum til að sjá sem flesta í Pepsí keilu í vetur.

Pepsimotin_2015-2016

20.5.2015

Opið fyrir umsóknir í Magnúsarsjóð

IR_logoÁrleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 27. maí og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins. Áhugasömum umsækjendum er bent á að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sjóðsins sem má nálgast á heimasíðu félagsins: http://www.ir.is/media/PDF/Magnusarsjodur_Umsoknareydublad.pdf

Nánar um markmið sjóðsins með því smella HÉR.

28.4.2015

Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015  kl. 20:00 í félagsheimili ÍR  Skógarseli 12 Reykjavík. 

IR_logo

Dagskrá aðalfundar: 

1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.

4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.

5. Lagabreytingar.

6. Ákveðin árgjöld.

7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

8. Kosinn formaður.

9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn.

10. Kosnir tveir skoðunarmenn.

11. Önnur mál. 

Léttar veitingar verða boðnar að loknum fundi. 

Stjórnin

22.4.2015

ÍR eru Íslandsmeistarar í bæði karla- og kvennaflokki í keilu 2015

ÍR KLS og ÍR Buff Íslandsmeistarar 2015Í gærkvöldi fór fram þriðja og síðasta umferðin í úrslitakeppni karla og kvenna á Íslandsmóti liða í keilu fyrir tímabilið 2014 til 2015. Íslandsmeistarar í karlaflokki eru ÍR KLS og í kvennaflokki eru það ÍR Buff. Úrslitin hjá körlunum réðust ekki fyrr en í síðasta leik kvöldsins en KLS menn þurftu að sækja á til að ná sigrinum. ÍR Buff konur mættu mjög ákveðnar til leiks. Þær voru 2 stigum undir fyrir umferðina en hófu leikinn af krafti og lönduðu titlinum nokkuð örugglega.

21.4.2015

Æsispennandi úrslitaleikir í 1. deildum karla og kvenna í keilunni

ÍR Buff eru deildarmeistarar kvenna 2015Í kvöld þriðjudagskvöldið 21. apríl fara fram síðustu úrslitaleikir í 1. deildum karla og kvenna í Keiluhöllinni Egilshöll. Er þetta þriðja umferðin sem fram fer og eru úrslit engan vegin ráðin í hvorugum viðureignunum. Keppni hefst kl. 19:00 og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með enda um virkilega spennandi keppni að ræða þetta árið.

15.4.2015

ÍR-ingar keppa til úrslita á Íslandsmótinu í keilu 2015

ÍR KLS eru Íslandsmeistarar 2014Í gærkvöldi var seinni umferðin í undanúrslitum Íslandsmóts liða í Keiluhöllinni Egilshöll og á Skaganum. Í Egilshöll voru það KFR Lærlingar sem spiluðu við ÍR KLS. Fór svo að KLS vann 12 – 5 og því rimmuna samanlagt 26 – 8 og eru því komnir í úrslitin enn eitt árið. Í hinni rimmunni sóttu ÍR PLS Skagamenn heim. Fóru leikar þannig að ÍA W sigraði ÍR PLS 13 – 4 en PLS strákarnir unnu þó samanlagt 19 – 15. Það verða því ÍR liðin KLS og PLS sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í keilu 2015 og hefst úrslitakeppnin næstkomandi sunnudag í Keiluhöllinni Egilshöll kl. 19:00.

 

 

14.4.2015

ÍR ingar deildarmeistarar í 1. deild karla og 1. deild kvenna í keilu 2015

ÍR KLS eru deildarmeistarar í 1. deild karla 2015Um helgina lauk deildarkeppni Íslandsmóts liða 2014 til 2015. Lokaumferðin var spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll þar sem öll lið í öllum deildum spiluðu nema að á Skaganum fór fram einn leikur í efstu deild karla eða leikur þeirra ÍA og ÍR KLS. Um kvöldið var svo glæsileg lokahátíð Keilusambandsins haldin á Rúbín í Öskjuhlíð þar sem snæddur var veislumatur, verðlaunaafhending fór fram og svo var dansað fram eftir nóttu.

29.3.2015

Frá Evrópukeppni ungmenna í keilu 2015 í Leipzig Þýskalandi - Fyrsti keppnisdagurinn

Alexander_Halldorsson_og_Hlynur_Orn_OmarssonFyrsti keppnisdagur á Evrópumóti ungmenna í keilu 2015 var í dag sunnudaginn 29. mars og hófst hann á tvímenningi. Hlynur Örn Ómarsson og Alexander Halldórsson, báðir úr ÍR, hófu leik snemma í morgun. Voru þeir mjög jafnir í spilamennskunni og enduðu með 193 í meðaltal. Hlynur spilaði 1.152 eða 192,00 í meðaltal og Alexander var með 1.167 pinna eða 194,5 í meðaltal. Alexander setti persónulegt met í 4 og 5 leikjum, 828 og 1.031 pinnar.

28.3.2015

Páskamót ÍR 2015

Páskamót ÍR 2015Laugardaginn 4. apríl næstkomandi verður hið árlega Páskamót ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið hefst kl. 10:00 og er áætlað að það standi til kl. 13:00. Leikið verður í fjórum flokkum og verður að vanda gómsætt páskaegg frá Nóa Síríus í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig má búast við einhverjum skemmtilegum aukaverðlaunum fyrir ýmis afrek eða glappaskot.

Skráning fer fram á netinu, sjá nánar auglýsingu.

Athugið að búið er að bryta olíuburðinum fyrir mótið. Nota á 2008 DBU German Championships (4739).

26.3.2015

Ný stjórn keiludeildar ÍR

Á framhaldsaðalfundi sem haldinn var í kvöld í ÍR heimilinu tók ný stjórn við keflinu. Reyndar halda flestir áfram setu í stjórn en ný stjórn er skipuð eftirfarandi fólki:

Hörður Ingi Jóhannsson kjörinn formaður
Andrés Haukur Hreinsson
Jóhann Ágúst Jóhannsson
Sigríður Klemesdóttir
Þórarinn Már Þorbjörnsson

Varamenn voru kjörnir:

Daniel Rodriguez
Svavar Þór Einarsson

Úr stjórn gengu Heiðar Rafn Sverrisson og Hannes Jón Hannesson. Er þeim þökkuð störfin í stjórn á síðasta tímabili.

Nýkjörin stjórn á eftir að halda sinn fyrsta fund og kemur þá til með að skipta með sér verkum.