jako

n1_logo_grunni

Keiluhöllin

Fréttir
2.2.2016

Frá RIG 2016 - Stöðutöflur

RIG2016_Keila_Urslit_Rikke_Holm_03Hér má sjá ýmsar stöðutöflur úr RIG 2016

Einnig má sjá hér á vef SportTV.is upptöku frá úrslitum.

1.2.2016

Aníta Hinriksdóttir valin íþróttakona ÍR og Hafþór Harðarson íþróttkarl ÍR fyrir árið 2015

Hafþór og Aníta

Íþróttakona og íþróttakarl ÍR 2015 voru heiðruð á verðlaunahátíð félagsins s.l. föstudag.  Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona var valin íþróttakona ÍR 2015 og Hafþór Harðarson keilari íþróttakarl ÍR 2015. Þau voru valin úr stórum hópi tilnefndra afreksmanna frá öllum deildum félagins.  Anítu og Hafþóri og öllum tilnefndum afreksmönnum ÍR eru færðar hamingjuóskir með kjörið og tilnefninguna. 
31.1.2016

Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði á RIG 2016 leikunum í keilu

Rikke Holm Agerbo sigraði RIG2016Núna rétt í þessu var að ljúka keppni í keilu á RIG 2016 í Keiluhöllinni Egilshöll. Rikke Holm Agerbo frá Danmörku sigraði í úrlsitum með 3.825 pinnum eða 239 í meðaltal. Þetta er í annað sinn sem Rikke sigar á RIG móti í keilu en hún vann einnig árið 2011. í öðru sæti varð Hafþór Harðarson úr ÍR með 3.786 pinna eða 237 í meðaltal. Alls voru leiknir 10 leikir í úrslitum hjá þessum keilurum og var spennan alveg fram í síðustu köstin hjá þeim. Rikke hafði leitt mótið í úrslitakeppninni en Hafþór sótti gríðarlega á hana í síðustu leikjunum.

30.1.2016

Forkeppni í keilu á RIG2016 er lokið - Undanúrslit í fyrramálið

Stefán Claessen ÍR var efstur ÍR-inga í forkeppni RIG16Nú rétt í þessu var að ljúka forkeppnin í keilu á RIG2016 í Keiluhöllinni Egilshöll. Tvö Íslandsmet voru sett í gær og í dag. Bæði voru þau met í 6 leikjum samtals annarsvegar hjá konum og svo hinsvegar í dag hjá körlum. 16 efstu keilararnir fara í undanúrslit sem verða í Keiluhöllinni Egilshöll á morgun sunnudag kl. 09

29.1.2016

Verðlaunahátíð ÍR

Í kvöld föstudagskvöld 29. janúar kl. 20:00 verður árleg verðlaunahátíð ÍR haldin í ÍR-heimilinu.  Á hátíðinni verða heiðraðir bestu íþróttamenn allra deilda félagsins í karla og kvennaflokki árið 2015.  Úr þeim hópi hefur aðalstjórn félagsins valið íþróttakonu og íþróttakarl ÍR fyrir árið 2015 sem verða heiðruð við sama tækifæri.  Það verður því fjöldi afreksmanna ÍR sem fá verðskuldaðar viðurkenningar á hátíðinni fyrir frábæran árangur í íþróttasviðinu árið 2015. 

Allir ÍR-ingar velkomnir á hátíðina. 

28.1.2016

RIG 2016 - Keila

RIG16_GustafSmari01Keppt var í kvöld í forkeppni á Reykjavíkurleikunum í keilu RIG2016. Í kvöld spilaði Gústaf Smári Björnsson úr Keilufélagi Reykjavíkur best og tillti hann sér í efsta sætið í forkeppninni. Gústaf Smári náði 1.457 pinnum í 6 leikjum en það gerir 242,83 í meðaltal. Í öðru sæti í kvöld var Þorleifur Jón Hreiðarsson KR með 1.382 pinna eða 230,33 í meðaltal og svo kom ÍR ingurinn Hafþór Harðarson með 1.337 pinna eða 222,83 í meðaltal.

13.1.2016

RIG16 - AMF Wold Cup 2016 2. umferð

RIG2016_KeilaRIG 2016 leikarnir hefjast núna 21. janúar næstkomandi. Keiludeild ÍR heldur mót eins og undanfarin ár og verður það mót hluti af 2. umferð í AMF World Cup 2016 forkeppninni hér heima. Búið er að opna upplýsingasíðu um mótið og má nálgast hana hér eða úr valstiku til vinstri.

Skráning í mótið fer fram hér.

29.12.2015

RIG 2016 - AMF 2. umferð

RIG-2016-bDagana 21. til 31. janúar næstkomandi fara fram Reykjavík International Games fram hér í bæ. Að vana verður keppt í keilu og koma nokkrir sterkir gestir frá Norðurlöndunum til að keppa á mótinu. Sjá má auglýsingu hér og verður mótið auglýst nánar síðar.

10.12.2015

Jólamót keiludeildar ÍR 2015

Helgina 12. og 13. desember verður hið árlega jólamót ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið er með sama sniði og undanfarin ár þ.e. keppnin er einstaklingkeppni í fimm flokkum. Þrjú efstu sætin í hverjum flokki fá verðlaun.

Spiluð er þriggja leikja sería og getur hver keppandi spilað báða dagana en gildir aðeins betri serían. Ekki er spilað til úrslita í flokkunum.

Olíuburður er deildarolían sem verður seinni hluta tímabilsins.

Verð er kr. 3.000,- fyrir fyrstu seríu og kr. 2.500,- ef seinni serían er tekin.