jakon1_logo_grunni

Fréttir
20.10.2014

20 ára afmælismót keiludeildar ÍR

Auglýsing fyrir 20 ára afmælismót keiludeildar ÍRNæstkomandi laugardag þann 25. október verður 20 ára afmælismót keiludeildar ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið hefst kl 15:30 og verða spilaðir 3 leikir. Um kvöldið verður svo boðið til samsætis í ÍR heimilinu þar sem hátíðardagskrá verður haldin. Sjá nánar í auglýsingu hér til hliðar.

Skráning í mótið er hér.

17.10.2014

Evrópumót einstaklinga í keilu stendur nú yfir í Egilshöll.

Íslandsmeistarar 2014 - ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós PétursdóttirVikuna 13. til 19. október næstkomandi verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Keiluhöllinn Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu en það eru ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir en þau eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2014.

3.10.2014

Fyrirliðafundur keiludeildar ÍR

Nyir_buningarÍ gærkvöldi var haldinn fyrirliðafundur keiludeildarinnar í ÍR heimilinu Skógarseli. Þar var farið yfir ýmis mál svo sem áherslur varðandi dómara í vetur, agamál, búningamál o.fl. Helst ber að nefna að með dómaraskyldu að ÍR-ingar eru ágætlega settir með dómara en þó vantar enn upp á að það sé dómari í hverju ÍR liði. Dómgæslan í vetur á að vera með því sniði að einn eða tveir dómarar eru húsi í hvert sinn sem keppni er. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst að sjá til þess að allt fari fram eftir settum reglum. Taka á agamálum, búningamálum o.þ.h. Þeir verða ekki í því hlutverki að leiðrétta skor, biðja um endurræsingu eða uppstillingar o.sv.fr. Það verður enn á forræði fyrirliða liðanna.

21.9.2014

Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf 2014

Hafdís Pála KFR og Bharat Singh ÍR Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2014Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf lauk í dag en spilað var í Keiluhöllinni Egilshöll. Leiknir voru síðustu 3 leikirnir og hófust svo úrslit að því loknu en þar kepptu 4 efstu í bæði karla- og kvennaflokki.

18.9.2014

ÍR-KLS og ÍR-Buff meistarar meistaranna 2014 í keilu

ÍR-KLS og ÍR-Buff meistarar meistaranna 2014 í keiluÍ gær, miðvikudaginn 17. september, fór fram Meistarakeppni KLÍ 2014 en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Þar áttust við Íslandsmeistarar 2014 í bæði karla og kvennaflokki ásamt bikarmeisturunum 2014.

18.9.2014

Dregið í deildarbikar fyrir keppnistímabilið 2014 - 2015

Deildarbikar 2014 IR-PLS

Í gær var dregið í Deildarbikar liða fyrr tímabilið 2014 - 2015. Fór drátturinn fram á undan leikjunum í Meistarakeppni KLÍ sem fram fóru í Keiluhöllinni Egilshöll.

Þessi lið drógust saman:

15.9.2014

Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf

Keilumyndir 20.10.2010 064Dagana 20. og 21. september fer fram Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Keppnin fer fram í Egilshöll og leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu (karlar og konur) áfram í úrslit. 

14.9.2014

Reykjavíkurmót einstaklinga 2014

1 sæti karla og kvennaUm helgina fór fram Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og voru spilaðir 9 leikir í forkeppni. Fjórir efstu í hvorum flokki kepptu svo til úrslita. Sá sem var í fyrsta sæti keppti við þann sem varð í því fjórða og svo sá sem var í öðru sæti við þann í þriðja. Sigurvegarar kepptu svo um fyrsta sætið og titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2014.

Á mynd: Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Þorleifur Jón Hreiðarsson KR eru Reykjavíkurmeistarar 2014

17.8.2014

Pepsimótaröðin í keilu 2014 - 2015

pepsilogoKeppni á Pepsi mótaröðinni í keilu hefst sunnudaginn 17. ágúst. Mótin verða haldin í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á sunnudagskvöldum og hefst keppni kl. 20:00. Spilaðir eru 4 leikir og fært upp um sett eftir tvo leiki og verðið er kr. 2.500. Ekki þarf að skrá sig í mótin fyrirfram, en það borgar sig að mæta tímanlega þar sem takmarkaður fjöldi keppenda kemst að á hverju kvöldi. Olíuburður í fyrstu umferðinni verður er 40 fet 2014 English Open Tolwort.

8.8.2014

Skráningar fyrir haustönn hefjast 18. ágúst

IR_logoMánudaginn 18. ágúst verður opnað fyrir skráningar í allar íþróttagreinar sem ÍR býður upp á haustið 2014. Æfingar hefjast svo hjá flestum deildum af fullum krafti mánudaginn 1. september. 

HÉR má finna upplýsingar um þær greinar sem í boði eru