jakon1_logo_grunni

Fréttir
22.11.2014

Seinni riðill í fyrstu AMF 2014 – 2015 forkeppninni

Magnús Magnússon á AMF2014Í morgun var spilað í Keiluhöllinni Egilshöll seinni riðill í fyrstu forkeppni fyrir AMF 2014 – 2015. ÍR-ingurinn Magnús Magnússon kom sterkur inn og spilaði sig upp í 1. sætið með því að spila 1.447 í 6 leikjum sem gerir 241,17 að meðaltali hvorki meira né minna. Glæsileg spilamennska það.

20.11.2014

AMF mótaröðinni 2014 – 2015

Arnar Sæbergsson á Qubica AMF 2013Fyrsta umferðin í AMF mótaröðinni 2014 – 2015 var spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll í gær miðvikudaginn 19. nóvember. Arnar Sæbergsson ÍR spilaði manna best eða 1.394 í 6 leikjum sem gera 232,33 í meðaltal. Nokkuð gott það. Gamla kempan Freyr Bragason úr KFR er skammt á eftir með 1.374 pinna. ÍR ingurinn Hafþór Harðarson er svo í þriðja sæti með 1.327 pinna. Bjarni Páll Jakobsson úr ÍR átti hæðsta leikinn en hann spilaði 264 í þriðja leik.

Mótið heldur svo áfram á laugardaginn kemur kl 09:00 á sama stað í Egilshöll. Stöðuna eftir fyrstu umferð má sjá hér (PDF skjal – opnast í nýjum glugga).

14.11.2014

1.umferð AMF mótaraðarinnar

AMF sigurvegarar 2014Fyrsta umferð AMF mótaraðarinnar 2014 - 2015 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 19., 22. og 23. nóvember n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19:00 og laugardaginn 22. nóvember kl. 9:00. 10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita sunnudaginn 23. nóvember og hefst keppnin kl. 9:00. Skráning er á netinu og velja þarf hvaða daga er leikið. Verð á hverja seríu er 5.500, kr.  Olíuburður í mótinu er QAMF World Cup RBD 41 fet

Skráning á netinu. 

6.11.2014

QubicaAMF Bowling World Cup - Staðan eftir 2. dag

Bæði Magnúsi og Guðnýju gekk betur á mótinu í gær og spiluðu sig upp um nokkur sæti. Guðný spilar með holli A hjá konunum sem á að byrja kl 11 að staðartíma, eða kl 10 að íslenskum tíma í dag fimmtudaginn 6. nóvember. Magnús spilar hins vegar með holli B hjá körlunum sem spilar siðast í kvöld og á að hefja keppni kl 21 að staðartíma eða kl 20 að íslenskum tíma.

Hér má nálgast stöðu í kaflaflokki eftir fyrstu 2 dagana (pdf skjal - opnast í nýjum glugga).

Hér má nálgast stöðu í kvennaflokki eftir fyrstu 2 dagana (pdf skjal - opnast í nýjum glugga).

 

Neil Ellul frá Möltu spilaði fyrsta 300 leikinn á mótinu í ár (væntum þess að þeir verði fleiri). Neil hefur tvisvar verið landsmeistari Möltu og einnig hefur hann unnið til silfurverðlauna á Samveldisleikunum 20122 en þetta er í fyrsta sinn sem hann keppir á heimsmeistaramóti. Þessi 300 leikur hans er sá 54. sem spilaður er í sögu keppninnar í karlaflokki en Neil hefur tvisvar áður náð þessum áfanga að spila 300 í keppni. Neil sagði að í fyrsta sinn var hann þó ekki stressaður þegar ljóst var að hverju stefndi. Leiknum náði hann einni á setti sem var í útsendingu á netinu þannig að áhorfendur hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð.

3.11.2014

Keppni á QubicaAMF Bowling World Cup hefst á morgun

Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon úr ÍRGuðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon hefja bæði keppni á 50. QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmót einstaklinga í keilu á morgun. Guðný spilar í holli A sem hefur keppni kl 11:00 að staðartíma, eða kl. 10:00 að íslenskum tíma. Magnús spilar í holli B sem hefur keppni kl. 14:30 að staðartíma, eða kl 13:30 að íslenskum tíma. Sjá nánari dagskrá og fylgist með fréttum á heimasíðu mótsins, Heimasíðu Bowling digital, Facebook og Twitter. Einnig má fylgjast með beinni útsendingu á skori.

30.10.2014

Heimsbikarmót einstaklinga í keilu 2014

50. QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmót einstaklinga í keilu verður haldið í borginni Wroclaw í Póllandi dagana 1. – 9. nóvember n.k. Mótið var haldið á sama stað árið 2012 og fulltrúar Íslands eru einnig þeir sömu og fyrir tveimur árum, þau Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon, bæði úr ÍR sem unnu sér rétt til þáttöku á mótinu með árangri sínum í AMF mótaröðinni síðasta vetur. Magnús er að keppa á mótinu í fimmta sinn, en Guðný er á sínu fjórða móti.

20.10.2014

20 ára afmælismót keiludeildar ÍR

Auglýsing fyrir 20 ára afmælismót keiludeildar ÍRNæstkomandi laugardag þann 25. október verður 20 ára afmælismót keiludeildar ÍR haldið í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið hefst kl 15:30 og verða spilaðir 3 leikir. Um kvöldið verður svo boðið til samsætis í ÍR heimilinu þar sem hátíðardagskrá verður haldin. Sjá nánar í auglýsingu hér til hliðar.

Skráning í mótið er hér.

17.10.2014

Evrópumót einstaklinga í keilu stendur nú yfir í Egilshöll.

Íslandsmeistarar 2014 - ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós PétursdóttirVikuna 13. til 19. október næstkomandi verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Keiluhöllinn Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu en það eru ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir en þau eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2014.

3.10.2014

Fyrirliðafundur keiludeildar ÍR

Nyir_buningarÍ gærkvöldi var haldinn fyrirliðafundur keiludeildarinnar í ÍR heimilinu Skógarseli. Þar var farið yfir ýmis mál svo sem áherslur varðandi dómara í vetur, agamál, búningamál o.fl. Helst ber að nefna að með dómaraskyldu að ÍR-ingar eru ágætlega settir með dómara en þó vantar enn upp á að það sé dómari í hverju ÍR liði. Dómgæslan í vetur á að vera með því sniði að einn eða tveir dómarar eru húsi í hvert sinn sem keppni er. Þeirra hlutverk verður fyrst og fremst að sjá til þess að allt fari fram eftir settum reglum. Taka á agamálum, búningamálum o.þ.h. Þeir verða ekki í því hlutverki að leiðrétta skor, biðja um endurræsingu eða uppstillingar o.sv.fr. Það verður enn á forræði fyrirliða liðanna.

21.9.2014

Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf 2014

Hafdís Pála KFR og Bharat Singh ÍR Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2014Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf lauk í dag en spilað var í Keiluhöllinni Egilshöll. Leiknir voru síðustu 3 leikirnir og hófust svo úrslit að því loknu en þar kepptu 4 efstu í bæði karla- og kvennaflokki.