jakon1_logo_grunni

Fréttir
21.9.2014

Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf 2014

Hafdís Pála KFR og Bharat Singh ÍR Reykjavíkurmeistarar einstaklinga með forgjöf 2014Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf lauk í dag en spilað var í Keiluhöllinni Egilshöll. Leiknir voru síðustu 3 leikirnir og hófust svo úrslit að því loknu en þar kepptu 4 efstu í bæði karla- og kvennaflokki.

18.9.2014

ÍR-KLS og ÍR-Buff meistarar meistaranna 2014 í keilu

ÍR-KLS og ÍR-Buff meistarar meistaranna 2014 í keiluÍ gær, miðvikudaginn 17. september, fór fram Meistarakeppni KLÍ 2014 en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Þar áttust við Íslandsmeistarar 2014 í bæði karla og kvennaflokki ásamt bikarmeisturunum 2014.

18.9.2014

Dregið í deildarbikar fyrir keppnistímabilið 2014 - 2015

Deildarbikar 2014 IR-PLS

Í gær var dregið í Deildarbikar liða fyrr tímabilið 2014 - 2015. Fór drátturinn fram á undan leikjunum í Meistarakeppni KLÍ sem fram fóru í Keiluhöllinni Egilshöll.

Þessi lið drógust saman:

15.9.2014

Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf

Keilumyndir 20.10.2010 064Dagana 20. og 21. september fer fram Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Keppnin fer fram í Egilshöll og leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu (karlar og konur) áfram í úrslit. 

14.9.2014

Reykjavíkurmót einstaklinga 2014

1 sæti karla og kvennaUm helgina fór fram Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og voru spilaðir 9 leikir í forkeppni. Fjórir efstu í hvorum flokki kepptu svo til úrslita. Sá sem var í fyrsta sæti keppti við þann sem varð í því fjórða og svo sá sem var í öðru sæti við þann í þriðja. Sigurvegarar kepptu svo um fyrsta sætið og titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2014.

Á mynd: Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Þorleifur Jón Hreiðarsson KR eru Reykjavíkurmeistarar 2014

17.8.2014

Pepsimótaröðin í keilu 2014 - 2015

pepsilogoKeppni á Pepsi mótaröðinni í keilu hefst sunnudaginn 17. ágúst. Mótin verða haldin í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á sunnudagskvöldum og hefst keppni kl. 20:00. Spilaðir eru 4 leikir og fært upp um sett eftir tvo leiki og verðið er kr. 2.500. Ekki þarf að skrá sig í mótin fyrirfram, en það borgar sig að mæta tímanlega þar sem takmarkaður fjöldi keppenda kemst að á hverju kvöldi. Olíuburður í fyrstu umferðinni verður er 40 fet 2014 English Open Tolwort.

8.8.2014

Skráningar fyrir haustönn hefjast 18. ágúst

IR_logoMánudaginn 18. ágúst verður opnað fyrir skráningar í allar íþróttagreinar sem ÍR býður upp á haustið 2014. Æfingar hefjast svo hjá flestum deildum af fullum krafti mánudaginn 1. september. 

HÉR má finna upplýsingar um þær greinar sem í boði eru 

18.6.2014

Málfundur KLÍ um fyrirkomlag í deildum

KLÍ merkiStjórn KLÍ boðar til málfundar um fyrirkomulag í deildum leiktímabilið 2014-2015.  Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 19.06.2014 kl.18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sal E. Allir leikmenn í sem taka þátt í Íslandsmóti liða hjá KLÍ er velkomir á fundinn.  Sjá nánar

16.5.2014

ÍR-KLS er Íslandsmeistari liða í karlaflokki 2014

IR-KLS_Islandsmeistarar_lida_2014Keppnistímabilinu í keilu lauk í vikunni á úrslitaleikjum Íslandsmóts liða í 1. deild karla og kvenna. Nýkrýndir bikarmeistarar úr ÍR-KLS tryggðu sér Íslandsmeistararatitilinn í karlaflokki þriðja árið í röð og í níunda skiptið alls með sigri á liði KR-C í þremur viðureignum með samtals 35 stigum gegn 25. Deildar- og deildarbikarmeistararnir úr ÍR-PLS báru ósigur fyrir KR ingum í undanúrslitum og voru í 3. sæti ásamt liði Skagamanna í ÍA-W.

Í kvennaflokki reyndust Deildar- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur sterkari en ÍR-Buff sem var að spila í úrslitum í fyrsta skipti og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í áttunda sinn með samtals 34,5 stigum gegn 25,5. Meistarar síðustu tveggja ára ÍR-TT biðu ósigur fyrir KFR-Valkyrjum í undanúrslitunum og máttu því sætta sig við bronsið þetta árið ásamt KFR-Afturgöngunum.

12.5.2014

Meistaramót Keiludeildar ÍR 2014

Meistaramot_2013_Hordur_Hafthor_AstrosMeistaramót Keiludeildar ÍR 2014 verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll sunnudaginn 18. maí og hefst keppni kl. 10:00. Keppt verður með og án forgjafar sem er 80% af mismun á meðaltali keppanda og þess keppanda í mótinu sem hefur hæst meðaltal, hámark 64 pinnar. Spilaðir verða 3 leikir í forkeppni og 4 efstu keppendurnir með og án forgjafar spila síðan til úrslita. Mótið er fyrir alla skuldlausa félagsmenn í ÍR og er skráning á staðnum. Verð kr. 1.000 kr og innfalin er pizzaveisla að móti loknu. Olíuburður í mótinu er Bourbon street 40 fet. Sjá nánar í auglýsingu.