jakon1_logo_grunni

Fréttir
21.1.2015

Andlátsfregn

Stefán Þór JónssonStefán Þór Jónsson lést á Landspítalanum Fossvogi á mánudagskvöldið síðasliðna. Stefán stundaði keilu í meir en 20 ár og hefur leikið með ýmsum liðum á þeim tíma og nú síðustu ár með ÍR Broskörlum. Stefán var án efa einn litríkasti keilari landsins og verður hans sárt saknað úr þeim hópi.

 
Útför Stefáns fer fram frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 26. janúar kl 13.
 
Stjórn keiludeildar ÍR senda fjölskyldu og aðstandendum Stefáns innilegar samúðarkveðjur.
17.1.2015

Riðli 1 á RIG - AMF World Cup 2. umferð lokið

Skúli Freyr Sigurðsson KFA er í 1. sæti eftir 1. riðila á RIG15 AMF World Cup 2. umferðÍ dag var spilað í Keiluhöllinni Egilshöll 1. riðill í RIG - AMF World Cup 2. umferð. Leikar fóru þannig að Skúli Freyr Sigurðsson KFA spilaði manna best og endði í 1. sæti með 1.331 pinna. Hann hóf daginn með nokkrum látum og spilaði 290 í fyrsta leik. Freyr Bragason KFR og Kristján Þórðarson KR koma svo í næstu sætum.

7.1.2015

Íþróttahátíð framundan í Reykjavík

ÍR ingurinn Hafþór Harðarson á RIG leikunum 2012Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í áttunda sinn dagana 15.-25.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 20 einstaklingsíþróttagreinum en skotfimi er ný grein á leikunum í ár. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni. Hér á heimasíðu leikanna má finna lista yfir íþróttagreinar og dagskrá.

7.1.2015

Íþróttamenn ársins 2014 hjá ÍR

IR_logoSunnudaginn 11. janúar kl 15:00 verður kosning íþróttamanna ársins kynnt í félagsheimil ÍR við Skógarsel 12.

Það er von stjórnar ÍR að sem flestir ÍR-ingar sjái sér fært að vera viðstaddir.

5.1.2015

RIG - AMF World Cup 2. umferð

Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon úr ÍR sigruðu á AMF mótunum hér heima 2014Dagana 17. til 25. janúar verður 2. umferð í AMF World Cup leikin og er mótinu skeytt saman við RIG leikana 2015. Nokkrir erlendir gestir koma og keppa á mótinu. Leikið verður í Keiluhöllinni Egilshöll og hefst forkeppnin Laugardaginn 17. kl 09:00 - Sjá auglýsingu fyrir mótið(PDF skjal - Opnast í nýjum glugga). Olíuburður verður WTBA Tokyo (43').

Skráningarform fyrir mótið.

23.12.2014

Flugeldasala

ir-flugeldar2

20.12.2014

Keilarar ársins 2014

Keilarar ársins hjá ÍR - Ástrós Pétursdóttir og Hafþór HarðarsonStjórn keiludeildar ÍR hefur valið þau Ástrósu Pétursdóttur og Hafþór Harðarson sem keilarar ársins 2014. Valið byggist á afrekalista Keilusambands Íslands en þar voru þau Ástrós og Hafþór stigahæðst en ainungis munaði 8 stigum á Hafþóri og næsta manni sem einnig er ÍR-ingur en það er Íslandsmeistari einstaklinga 2014 Magnús Magnússon.

20.12.2014

RIG AMF World Cup 2015 2. umferð

Auglýsing fyrir AMD World Cup 2015 2. umferð RIGÖnnur umferð í AMF World Cup 2015 verður spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll dagana 17. til 25. janúar 2015. Mótið verður hluti af RIG leikunum 2015 og von er á nokkrum sterkup spilurum erlendis frá. Sjá nánar í auglýsingu og nánari upplýsingar síðar.

4.12.2014

Jólamót keiludeildar ÍR 2014

Jólamót ÍR 2014Hið árlega jólamót keiludeildar ÍR verður haldið í Keiluhöllinni Öskjuhlíð helgina 13. til 14. desember n.k. Keppnin er einstaklingskeppni og er keppt í 5 flokkum. Leiknir eru þrír leikir og má endurtaka seríuna ef keppandi vill. Ekki er spilað til úrslita.

Þrjú efstu sætin í hverjum flokki fá glæsilega matarkörfu. Auk þess verður happdrætti með fullt af áhugaverðum vinningum svo allir ættu að fá eitthvað fallegt fyrir jólin.

Sjá nánar auglýsingu.

Skráning í mótið fer fram hér á netinu.

 

 

 

 

Nettó - Ódýrt fyrir heimilið