jakon1_logo_grunni

Fréttir
15.9.2014

Opna Reykjavíkurmótið með forgjöf

Keilumyndir 20.10.2010 064Dagana 20. og 21. september fer fram Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Keppnin fer fram í Egilshöll og leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu (karlar og konur) áfram í úrslit. 

14.9.2014

Reykjavíkurmót einstaklinga 2014

1 sæti karla og kvennaUm helgina fór fram Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki og voru spilaðir 9 leikir í forkeppni. Fjórir efstu í hvorum flokki kepptu svo til úrslita. Sá sem var í fyrsta sæti keppti við þann sem varð í því fjórða og svo sá sem var í öðru sæti við þann í þriðja. Sigurvegarar kepptu svo um fyrsta sætið og titilinn Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2014.

Á mynd: Guðný Gunnarsdóttir ÍR og Þorleifur Jón Hreiðarsson KR eru Reykjavíkurmeistarar 2014

17.8.2014

Pepsimótaröðin í keilu 2014 - 2015

pepsilogoKeppni á Pepsi mótaröðinni í keilu hefst sunnudaginn 17. ágúst. Mótin verða haldin í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð á sunnudagskvöldum og hefst keppni kl. 20:00. Spilaðir eru 4 leikir og fært upp um sett eftir tvo leiki og verðið er kr. 2.500. Ekki þarf að skrá sig í mótin fyrirfram, en það borgar sig að mæta tímanlega þar sem takmarkaður fjöldi keppenda kemst að á hverju kvöldi. Olíuburður í fyrstu umferðinni verður er 40 fet 2014 English Open Tolwort.

8.8.2014

Skráningar fyrir haustönn hefjast 18. ágúst

IR_logoMánudaginn 18. ágúst verður opnað fyrir skráningar í allar íþróttagreinar sem ÍR býður upp á haustið 2014. Æfingar hefjast svo hjá flestum deildum af fullum krafti mánudaginn 1. september. 

HÉR má finna upplýsingar um þær greinar sem í boði eru 

18.6.2014

Málfundur KLÍ um fyrirkomlag í deildum

KLÍ merkiStjórn KLÍ boðar til málfundar um fyrirkomulag í deildum leiktímabilið 2014-2015.  Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 19.06.2014 kl.18:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sal E. Allir leikmenn í sem taka þátt í Íslandsmóti liða hjá KLÍ er velkomir á fundinn.  Sjá nánar

16.5.2014

ÍR-KLS er Íslandsmeistari liða í karlaflokki 2014

IR-KLS_Islandsmeistarar_lida_2014Keppnistímabilinu í keilu lauk í vikunni á úrslitaleikjum Íslandsmóts liða í 1. deild karla og kvenna. Nýkrýndir bikarmeistarar úr ÍR-KLS tryggðu sér Íslandsmeistararatitilinn í karlaflokki þriðja árið í röð og í níunda skiptið alls með sigri á liði KR-C í þremur viðureignum með samtals 35 stigum gegn 25. Deildar- og deildarbikarmeistararnir úr ÍR-PLS báru ósigur fyrir KR ingum í undanúrslitum og voru í 3. sæti ásamt liði Skagamanna í ÍA-W.

Í kvennaflokki reyndust Deildar- og bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur sterkari en ÍR-Buff sem var að spila í úrslitum í fyrsta skipti og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í áttunda sinn með samtals 34,5 stigum gegn 25,5. Meistarar síðustu tveggja ára ÍR-TT biðu ósigur fyrir KFR-Valkyrjum í undanúrslitunum og máttu því sætta sig við bronsið þetta árið ásamt KFR-Afturgöngunum.

12.5.2014

Meistaramót Keiludeildar ÍR 2014

Meistaramot_2013_Hordur_Hafthor_AstrosMeistaramót Keiludeildar ÍR 2014 verður haldið í Keiluhöllinni í Egilshöll sunnudaginn 18. maí og hefst keppni kl. 10:00. Keppt verður með og án forgjafar sem er 80% af mismun á meðaltali keppanda og þess keppanda í mótinu sem hefur hæst meðaltal, hámark 64 pinnar. Spilaðir verða 3 leikir í forkeppni og 4 efstu keppendurnir með og án forgjafar spila síðan til úrslita. Mótið er fyrir alla skuldlausa félagsmenn í ÍR og er skráning á staðnum. Verð kr. 1.000 kr og innfalin er pizzaveisla að móti loknu. Olíuburður í mótinu er Bourbon street 40 fet. Sjá nánar í auglýsingu.

8.5.2014

ÍR er tvöfaldur Íslandsmeistarari félaga í keilu 2014

IR_Islandsmeistarar_felaga_2014ÍR karlar tryggðu sér titilinn Íslandsmeistarar félaga í Opnum flokki í þriðja sinn með 168 stigum, KR karlar urðu í 2. sæti með 153 stig og eftir spennandi keppni voru það ÍR konur sem tryggðu sér 3. sætið með 139,5 stig, meðan meistarar síðasta árs ÍA karlar máttu sætta sig við 4. sætið með 138 stig.

Í kvennaflokki endurheimtu ÍR konur titilinn Íslandsmeistarar félaga í kvennaflokki með 68 stig, KFR konur urðu í 2. sæti með 50 stgi, ÍFH konur enduðu í 3. sæti með 21,5 stig og nýliðarnir ÍA konur höfnuðu í 4. sæti með 16,5 stig.

25.4.2014

Íslandsmót liða í keilu 2013 - 2014 - Síðustu umferðirnar

BikararNú er að renna upp síðasta keppnisvikan á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2013 - 2014 þar sem fara fram leikir í tveimur síðustu umferðum í öllum deildum. Nú þegar er ljóst að tvö ÍR lið keppa til úrslita bæði í 1. deild karla og kvenna, ÍR-PLS og ÍR-KLS eru í tveimur efstu sætum 1. deildar karla og ÍR-PLS er því sem næst búið að tryggja sér Deildarmeistaratitilinn. Í 1. deild kvenna eru ÍR-Buff sem er í 2. sæti og ÍR-TT í 4. sæti örugg áfram í úrslitakeppnina. 

25.4.2014

ÍR-KLS Bikarmeistarar liða í keilu 2014

IR-KLS_Bikarmeistarar_lida_keila_2014ÍR-KLS tryggði sér Bikarmeistaratitil liða í keilu í karlaflokki 5. árið í röð og í 10 sinn alls þegar úrslitin fóru fram í Keiluhöllinni Egilshöll miðvikudagskvöldið 23. apríl. ÍR-KLS vann lið KFR-Lærlinga í bráðabana eftir fjóra leiki sem fóru 2 - 2. ÍR-KLS vann fyrstu tvo leikina, KFR-Lærlingar unnu síðan tvo leiki og tryggðu sér bráðabana sem fór 145 á móti 127 fyrir ÍR-KLS. Í liði ÍR-KLS eru Andrés Páll Júlíusson, Magnús Magnússon, Arnar Sæbergsson, Stefán Claessen og Einar Sigurður Sigurðsson.

KFR-Valkyrjur unnu ÍR-Buff 3 - 1 í úrslitunum í kvennaflokki og unnu þar með titilinn annað árið í röð og 8 sinn alls. KFR-Valkyrjur unnu fyrstu tvo leikina, ÍR-Buff vann þriðja leikinn en varð síðan að sætta sig við tap í fjórða leiknum.